Home Fréttir Í fréttum 25.01.2016 Landsnet, GRU-01 Tengivirki Grundarfirði

25.01.2016 Landsnet, GRU-01 Tengivirki Grundarfirði

200
0

Útboð GRU-01
Tengivirki Grundarfirði, byggingarvirki
Landsnet óskar eftir tilboðum í jarðvinnu, byggingu og fullnaðarfrágang byggingar og plans fyrir tengivirki í Grundarfirði í samræmi við útboðsgögn GRU-01.
Verkið felur í sér að klára jarðvinnu og byggja hús úr steypu og stáli yfir stjórnrými, rofabúnað og spenni. Húsið er steypt að undanskildu þaki yfir rofa- og spennarými sem
byggt er úr stáli. Húsið verður einangrað að hluta. Rýmin verða sambyggð á einni hæð. Stjórnkerfarými er rúmlega 100 m², spenna og rofarými eru rúmlega 160 m² og bílaplan
er um 800 m².
Helstu verkliðir eru:

<>
  1. Jafna undir sökkla, fylla inn í grunn og fullnaðarfrágangur bílaplans.
  2. Steypa sökkla og gólfplötur, veggi og plötu yfir stjórnkerfarými.
  3. Reisa þak yfir rofa- og spennasal úr stálvirki og klæða með samlokueiningum.
  4. Einangra stjórnbúnaðarhús að utan og klæða.
  5. Leggja lagnakerfi fyrir húsið.
  6. Fullnaðarfrágangur utan- og innanhúss.
  7. Fullnaðarfrágangur á lóð og plönum.

Útboðsgögn afhent: 22.12.2015 kl. 20:00
Skilafrestur 25.01.2016 kl. 14:00
Opnun tilboða: 25.01.2016 kl. 14:00

Um er að ræða rafrænt útboðsferli sem framkvæmt er í
gegnum Delta e-sourcing útboðskerfið gegnum Landsnet