Home Fréttir Í fréttum Gamla Lækjar­kot verður senn hluti af nýju hóteli

Gamla Lækjar­kot verður senn hluti af nýju hóteli

138
0
Sýningarsalir og kaffihús verða í nýuppgerðri Lækjargötu 10. Reiturinn á sér langa sögu og þar stóð áður torfbærinn Lækjarkot. Fréttablaðið/Valli

Hvíta húsið við Lækjargötu 10 í Reykjavík verður brátt hluti af nýju Hótel Reykjavík Sögu sem er verið að taka í gagnið nú í sumar.

<>

Í hótelinu verða alls 130 herbergi, en hvíta húsið fær sérstakt hlutverk við hliðina á meginbyggingu þess, en þar verður sýningarrými fyrir þá muni sem fundust við uppgröftinn í grunni hótelsins, auk aðstöðu fyrir aðrar sýningar sem koma og fara, á vegum listamanna og safnara.

Í kjallara hússins verður svo kaffihús í anda hússins sem á sér langa sögu, en það var reist af Þorsteini Tómassyni járnsmið og fjölskyldu hans 1877 og var húsið í eigu hennar fram yfir miðja síðustu öld, en lengi vel var járnsmiðja í kjallaranum.

„Þetta er steinhlaðið hús,“ segir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur, „og er að því leyti merkilegt að í það var notað kalk úr Esjunni úr kalkofninum utar í götunni til að líma saman steinana,“ bætir hann við og segir torfbæ hafa staðið á lóðinni áður en Þorsteinn reisti hvíta húsið, nefnt Lækjarkot.

„Þessi reitur verður ein sæla,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela sem reka Hótel Reykjavík Sögu, en skjólgóður garður verður einnig í þessari hótelþyrpingu sem er að myndast á milli Skólabrúar og Vonar­strætis.

Heimild: Frettabladid.is