Home Fréttir Í fréttum Braggi rifinn og svæðið rýmt

Braggi rifinn og svæðið rýmt

204
0
Braggarnir þrír, lengi pakkhús Kaupfélags Rangæinga, hafa sett svip sinn á Hvolsvöll. Sá þeirra sem er lengst hér til hægri verður rifinn fljótlega og hinir síðar. Frábært byggingarsvæði á allra besta stað opnast með því. mbl.is/Sigurður Bogi

Til stend­ur á næstu vik­um að rífa einn af þrem­ur brögg­um sem standa á baklóð við Aust­ur­veg í miðbæn­um á Hvols­velli. Í fyll­ingu tím­ans á raun­ar að rífa alla bragg­ana og lóðin sem þeir standa á verður tek­in und­ir nýj­ar versl­un­ar- og þjón­ustu­bygg­ing­ar. Mik­il eft­ir­spurn er nú eft­ir slíku hús­næði á Hvols­velli og mik­il­vægt er að svara kalli þar um, seg­ir Ant­on Kári Hall­dórs­son, sveit­ar­stjóri í Rangárþingi eystra, í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag.

<>

Sveita­markaður hafi aðstöðu

Bragg­arn­ir þrír voru reist­ir fyr­ir ára­tug­um af Kaup­fé­lagi Ran­gæ­inga, sem þá var og hét. Þeir voru lengi pakk­hús, hvar feng­ust meðal ann­ars ýms­ar vör­ur til land­búnaðar, sem bænd­ur í nær­liggj­andi sveit­um nýttu sér. Seinna var versl­un Húsa­smiðjunn­ar í brögg­un­um. Í ein­um þeirra er nú markaður með ýms­ar vör­ur smáfram­leiðaenda á svæðinu.

„Nú verður að segj­ast eins og er að bragg­arn­ir eru ónýt­ir. Til að mynda er allt burðar­virki þeirra ryðgað í gegn,“ seg­ir Ant­on Kári.

„Við byrj­um því á að rífa einn bragg­anna og ann­an að hluta til. Lát­um þó einn standa áfram, svo sveita­markaður­inn, sem er mik­il­væg starf­semi, hafi áfram aðstöðu.“

Heimild: Mbl.is