Home Fréttir Í fréttum Hafnaði stöðvunarkröfu vegna Hnútuvirkjunar

Hafnaði stöðvunarkröfu vegna Hnútuvirkjunar

105
0
Mynd: Landvernd / RÚV
Landvernd og fleiri kærendum varð ekki að ósk sinni um að framkvæmdir við Hnútuvirkjun í Skaftárhreppi yrðu stöðvaðar þar til afstaða yrði tekin til kæru þeirra um að hafna framkvæmdaleyfi sem gefið hefur verið út um virkjunina. Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála hafnaði kröfu þeirra. Framkvæmdastjóri Landverndar, eins kærenda, segir víðerni og fossa í hættu verði af virkjuninni.

Hnútuvirkjun verður 9,3 MW virkjun í Hverfisfljóti. Árum saman hafa verið áform um virkjun af hálfu landeigenda. Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti framkvæmdaleyfi í lok apríl og var framkvæmdaleyfi gefið út 12. maí miðað við að framkvæmdir myndu hefjast um mitt yfirstandandi ár og að þær yrðu búnar fyrir árslok 2024.

<>

Landvernd og nokkur önnur samtök og einstaklingar kærðu strax framkvæmdaleyfið. Kærur eru yfirleitt lengi í meðförum kærunefnda svo að þessir kærendur ákváðu því líka að fara fram á stöðvun framkvæmda enda ættu þær að hefjast núna og það áður en tekin hefði verið afstaða um framkvæmdaleyfiskærunnar. En Umhverfis- og auðlindanefnd hafnaði stöðvunarkröfunni 7. júlí.

„Þau hjá úrskurðarnefndinni töluðu við sveitarfélagið og sveitarfélagið segir að skilyrði í framkvæmdaleyfinu segi að það verði að komast að samkomulagi um eftirlit með framkvæmdunum áður en þær geta hafist. Og samkvæmt sveitarfélaginu þá hefur ekki verið gengið frá því samkomulagi. Þannig að í raun eru framkvæmdir ekki yfirvofandi eins og leit út fyrir þegar við sendum inn okkar kröfu,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar.

Hún segir að það niðurstaðan þýði að nefndin telji að hún verði búin að úrskurða um hvort framkvæmdaleyfið standist áður en framkvæmdir við Hnútavirkjun hefjast.

„Til öryggis hefði náttúrulega verið best að stöðva framkvæmdir og tryggja það að ekkert færi í gang þarna á þessu gríðarlega dýrmæta svæði.“

Þetta er ekki stór virkjun en hvað er mikið sem spillist?

„Virkjunin er ekki stór en þarna er um algerlega óspillt svæði að ræða. Og þarna erum við að tala um fossa, áhrif á víðerni og áhrif á nútímahraun sem að nýtur verndar náttúruverndarlaga.“

Myndin er tekin við Hverfisfljót í Skaftárhreppi. 

Heimild: Ruv.is