Home Fréttir Í fréttum Samþykkt að verja 1.400 milljónum í hjólastíga á árinu

Samþykkt að verja 1.400 milljónum í hjólastíga á árinu

246
0
Nýja brúin yfir Dimmu við Breiðholtsbraut. Bjóða á út verkið í ár ásamt níu öðrum verkefnum við gerð hjólastíga.

Borg­ar­ráð Reykja­vík­ur samþykkti í fyrra­dag að bjóða út fram­kvæmd­ir við gerð hjóla­stíga á þessu ári, en áætlaður heild­ar­kostnaður fram­kvæmd­anna er 1.400 millj­ón­ir.

<>

Áætlað er að hlut­ur borg­ar­inn­ar verði 710 millj­ón­ir á móti 690 millj­óna fram­lagi í gegn­um sam­göngusátt­mál­ann. Eru þess­ar fram­kvæmd­ir í takt við plön sem sett höfðu verið fram fyrr á ár­inu og fjallað var um í Hjóla­blaði Morg­un­blaðsins.

Þær fram­kvæmd­ir sem nú var samþykkt að bjóða út flokk­ast í þrjá flokka; verk­efni sam­kvæmt hjól­reiðaáætl­un borg­ar­inn­ar, verk­efni sam­kvæmt sam­göngusátt­mála og svo aðrir stíg­ar.

Þær fram­kvæmd­ir sem nú var samþykkt að ráðast í útboð á. Heild­ar­kostnaður þeirra er áætlaður um 1.400 millj­ón­ir. Kort/​Reykja­vík­ur­borg

Í fyrsta flokkn­um eru eft­ir­tal­in fjög­ur verk­efni og er heild­aráætl­un fyr­ir þau upp á 390 millj­ón­ir:

  • Rétt­ar­holts­veg­ur – Soga­veg­ur (stíg­ur meðfram stokk)  – 100 millj­ón­ir
  • Bú­staðaveg­ur / Háa­leit­is­braut (gatna­mót) – 100 millj­ón­ir
  • Elliðaár­dal­ur. Raf­stöð að Bílds­höfða (fram­hald frá 2021) – 130 millj­ón­ir
  • Þver­ár­sel sunn­an við íþrótta­svæði ÍR (fram­hald frá 2021) – 60 millj­ón­ir

Und­ir sam­göngusátt­mál­ann heyra önn­ur fjög­ur verk­efni og er áætlaður heild­ar­kostnaður þeirra 690 millj­ón­ir. Fell­ur sá kostnaður því ekki á borg­ina.

  • Skóg­ar­hlíð. Frá Litlu­hlíð að Skóg­ar­hlíð 2-4 -200 millj­ón­ir
  • Bú­staðaveg­ur. Við Sprengisand (fram­hald frá 2021) – 150 millj­ón­ir
  • Elliðaár­dal­ur. Vatns­veitu­brú að Grænu­gróf – 120 millj­ón­ir
  • Elliðaár­dal­ur. Göngu- og hjóla­brú við Dimmu. Verk­efni í um­sjón Vega­gerðar­inn­ar – 220 millj­ón­ir
Teikn­ing­ar af nýju brúnni yfir Dimmu við Breiðholts­braut, en í dag er göm­ul brú sem byggð er á hita­veitu­stokk­um. Er gamla brú­in kom­in vel til ára sinna og get­ur aðgengi yfir hana reynst hættu­legt, sér­stak­lega í frosti.

Að lok­um eru tvö verk­efni sem flokk­ast sem aðrir stíg­ar.. Heild­ar­kostnaður þeirra verk­efna er 320 millj­ón­ir og er það hlut­ur Reykja­vík­ur.

  • Elliðaár­dal­ur. Stíg­ur í stað stokka – 120 millj­ón­ir
  • Kjal­ar­nes við Hring­veg 1, 1. áfangi. (fram­hald frá 2021). Verk­efni í um­sjón Vega­gerðar­inn­ar – 200 millj­ón­ir
Verk­efnið Elliðaár­dal­ur – Stíg­ur í stað stokka. Gaml­ir hita­veitu­stokk­ar voru fjar­lægðir sem höfðu verið yfir neðri hluta Elliðaáa, en í staðinn á að gera nýj­an stíg og verða tvær brýr eins og sjá má á teikn­ing­unni.

Þó verk­efn­in fari í útboð í ár er ekki þar með sagt að þau verði kláruð á þessu ári. Eins og áður hafði verið fjallað um í Hjóla­blaðinu eru t.d. tak­mark­an­ir á fram­kvæmda­tíma við brýr og stíg neðarlega í Elliðaár­dal (verk­efnið stíg­ur í stað stokka) og er aðeins hægt að vinna þar frá 15. októ­ber til 15. maí ár hvert. Stefnt er að fram­kvæmd­um þar í vet­ur og gæti því verið opnað fyr­ir um­ferð næsta sum­ar.

Heild­ar­kort sem sýn­ir þær fram­kvæmd­ir sem hafn­ar voru á ár­inu í apríl eða fara átti í á þessu ári sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá sveit­ar­fé­lög­um á höfuðborg­ar­svæðinu og Vega­gerðinni mbl.is

Full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins bókuðu með af­greiðslu máls­ins í borg­ar­ráði að fram­kvæmd­un­um væri fagnað, en bent var á að þetta væru aðallega stofn­stíg­ar á milli hverfa, en ekki þétt­ing stíga­kerf­is­ins inn­an hverfa líkt og hjól­reiðaáætl­un­in legg­ur til.

„Margt bend­ir til þess að inn­an hverfa sem um­lykja helstu at­vinnu- og þjón­ustu­hverfi borg­ar­inn­ar séu tæki­færi til enn frek­ari fjölg­un­ar hjólandi. Styðja þarf við þá þróun með með upp­bygg­ingu stíga inn­an þess­ara hverfa, sam­hliða fjölg­un stofn­stíga,“ seg­ir í bók­un­inni.

Heimild: Mbl.is