Home Fréttir Í fréttum Veitur útskýra tafir á nokkrum framkvæmdum á Akranesi

Veitur útskýra tafir á nokkrum framkvæmdum á Akranesi

163
0
Hluti Suðurgötu hefur verið lokaður frá í því í janúar og íbúar í nágrenninu langþreyttir á ástandinu. Nú boða Veitur að framkvæmdum þar eigi að ljúka í ágúst.

Suðurgata – Háholt – Skagabraut

Líkt og bæjarbúar á Akranesi hafa orðið varir við þá hafa verið í gangi miklar framkvæmdir á vegum Veitna í bænum; á Suðurgötu, Háholti og Skagabraut. „Þær hafa ekki allar gengið samkvæmt áætlun en slíkt er alltaf viðbúið þegar vinna er skipulögð við lagnir sem grafnar eru í jörð og ekki alltaf ljóst hvað er undir,“ segir í tilkynningu frá Veitum.

<>

Suðurgata

„Þegar framkvæmdir hófust í janúar leit út fyrir að um frekar einfalt verkefni væri að ræða, tengja átti nýjar byggingarlóðir inn á núverandi veitukerfi auk þess að leggja nýjan háspennustreng að væntanlegri spennustöð á Sementsreit.

Þegar gröftur hófst í götu komu í ljós að gera þurfti meira því ljóst varð að einnig þurfti að endurnýja kaldavatnslagnir, leggja nýjar regnvatnslagnir og skipta um öll niðurföll. Slíkar breytingar kalla á nýja hönnun sem er tímafrek auk þess sem stærra verkefni tekur auðvitað lengri tíma. Að ljúka þessum verkum núna kemur í veg fyrir að við þurfum að grafa þarna aftur á næstu árum.

Nú er gert ráð fyrir að þessum fyrri hluta framkvæmda á Suðurgötu ljúki í ágústmánuði. Þá verður hafist handa við seinni áfangann sem nær frá Merkigerði að Suðurgötu 117. Stefnt er að því að ljúka honum á fjórum mánuðum.“

Háholt

Þá segir í tilkynningu Veitna að í Háholti hafi upphaflega staðið til að skipta úttof nærri núverandi frárennslislögn og þurfti því að skipta henni út sem og frárennslislögn að byggingu við götuna sem var fallin saman. Stefnt er á að byrja steypa götuna milli Háholts 17-23 í næstu viku og að síðari hlutinn muni klárast í lok júlí.“

Skagabraut

„Takmarkanir á umferð í Skagabraut áttu að taka stuttan tíma en í ljós kom að tengi kaldavatnslagnar voru öðruvísi en talið var. Erfiðlega hefur gengið að fá rétta tegund af tengi og því ekki hægt að tengja kalda vatnið.

Því verki þarf að ljúka áður en vinna hefst við hitaveitulagnir. Stefnt er á að vinnu við stíginn ljúki í lok júlí en ekki er alveg ljóst hvenær hægt verður að ljúka tengingum á kalda vatninu.

Öllum sem koma að þessum framkvæmdum er það ljóst að þær hafa haft mikil áhrif á byggingaraðlia og íbúa sem búa í grennd við þær. Starfsfólk Veitna þakkar þeim fyrir gott samstarf og skilning.“

Heimild: Skessuhorn.is