Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Framkvæmdir í Bláfjöllum komnar á fullt

Framkvæmdir í Bláfjöllum komnar á fullt

175
0
Stórvirkar vinnuvélar eru við vinnu á svæðinu REYKJAVÍKURBORG

Framkvæmdir við tvær nýjar stólalyftur í Bláfjöllum eru komar á fullt. Reiknað er með að önnur þeirra verði kominn í gagnið á næstu skíðavertíð.

<>

Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar þar sem segir að stórvirkar vinnuvélar brölti nú um fjallstoppinn.

Unnið er að því að reisa nýja Drottningu og nýjan Gosa. Uppsteypa er í gangi og teymi frá lyftuframleiðandanum Doppelmayer væntanlegt á svæðið.

Báðar lyfturnar verða reistar í sumar og í haust verður unnið að rafmagnsvinnu, víravinnu og að setja upp stóla.

Gosinn verður afhentur í nóvember á þessu ári og Drottningin í síðasta lagi í nóvember á næsta ári.

Uppsteypa fyrir lendingarsvæði nýrrar stólalyftu í Bláfjöllum er hafin.
REYKJAVÍKURBORG

Framkvæmdirnar eru hluti af 5,1 milljarðs framkvæmdum sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu standa að vegna endurnýjunar skíðasvæða svæðisins. Reiknað er með að öllum framkvæmdum verði lokið árið 2026.

Fyrir utan skíðalyfturnar tvær sem nú er unnið að er von á nýrri stólalyftu í Skálafelli og snjóframleiðslu á báðum svæðunum, í Bláfjöllum árið 2023 og Skálafelli 2025. Síðar verður uppfærð stólalyfta í Eldborgargili Bláfjalla og bætt við topplyftu í Skálafell, en þar er um að ræða diskalyftu sem flytja mun fólk langleiðina upp að mastrinu á toppi fjallsins.

Heimild: Visir.is