Home Fréttir Í fréttum Útsýnispallur í smíðum á Litla-Saxhóli í Snæfellsþjóðgarði

Útsýnispallur í smíðum á Litla-Saxhóli í Snæfellsþjóðgarði

60
0
Útsýnispallurinn í smíðum. mbl.is/Einar Falur

Uppi á Litla-Saxhóli í Snæ­fellsþjóðgarði láta starfs­menn frá Fön­ix stálsmiðju lát­laus­an ferðamanna­straum­inn upp á gíg­inn ekki trufla sig en þeir voru í vik­unni að setja þar upp og sjóða sam­an út­sýn­ispall úr korten-stáli.

Í bak­sýn er Snæ­fells­jök­ull­inn hul­inn skýj­um. Útsýn­ispall­ur­inn tek­ur við af rómuðum stál­stíg eða tröpp­um sem liggja þangað upp. Árið 2018 var efnt til alþjóðlegr­ar sam­keppni um verk á sviði lands­lags­mót­un­ar. Verðlaun­in, kennd við Rosa Barba, voru veitt í Barcelona á Spáni og fékk tröppu­stíg­ur­inn upp á Litla-Saxhól fyrstu verðlaun.

Byrjað var að leggja stíg­inn árið 2014 og verk­inu lauk 2016. Stíg­ur­inn var hannaður af teikni­stof­unni Lands­lagi í Reykja­vík.

Heimild: Mbl.is

 

Previous articleOpnun útboðs: Landeyjahöfn – Viðhaldsdýpkun 2022 til 2025
Next articleFramkvæmdir í Bláfjöllum komnar á fullt