Home Fréttir Í fréttum Fyrirbyggjandi mygluvarnir

Fyrirbyggjandi mygluvarnir

167
0
Þórhallur Ágústsson er framkvæmdastjóri Disact ehf. Ljósmynd: Aðsend mynd

Disact hefur þróað vörur sem fyrirbyggja myglur í húsnæði. Fyrirtækið byggir á íslensku hugviti og hefur samið við fjölda fyrirtækja og stofnana hér á landi.

<>

Disact er þjónustu- og hátæknifyrirtæki sem býður upp á úrval af þokuvélum sem dreifa sótthreinsiefni sem byggir á formúlunni DSCT20, en fyrirtækið er íslenskt hugvit að öllu leyti.

Disact er komið með samninga við ýmsar stofnanir og fyrirtæki sem nýta sér lausnir fyrirtækisins meðal annars til að fyrirbyggja myglu. „Þetta er stórt og víðfeðmt vandamál og er ekki bara samfélagslegt heldur líka alþjóðlegt.

Þetta er í raun orðið það alvarlegt vandamál að skólastjórnendur eru að hrökklast frá,“ segir Þórhallur Ágústsson, framkvæmdastjóri Disact.

Hann bendir á að allt að 70% af eldri húsum á Íslandi séu með rakavandamál. Þannig séu rakavandamál í 30% af húsnæði sem er fimm ára og yngra bæði hér á Íslandi og í Noregi.

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni eigi jafnframt 10-50% af húsum á heimsvísu við rakavandamál að stríða. „Margir telja að hraði byggingartímans hafi áhrif.  Það er þó ekki hægt að segja að þetta sé séríslenskt vandamál, þetta vandamál er bæði samfélagslegt og alþjóðlegt.“

Mikil verðmæti undir

„Heildarverðmæti fasteigna á Íslandi miðað við brunabótamat nemur rúmlega 12,6 þúsund milljörðum króna. Á sama tíma er áætlað að rakavandamál séu í 30-70% af húsnæði á Íslandi.

Ef við gerum ráð fyrir því að það sé raki í 40% af húsnæði þá eru fimm þúsund milljarðar króna undir. Ef við gerum síðan ráð fyrir raka í 60% af húsnæði eru um 7,6 þúsund milljarðar undir. Það eru því mikil verðmæti sem gætu fokið út í veður og vind.“

Hann segir Disact geta lækkað kostnaðinn verulega með reglulegum mygluvörnum, ekki aðeins þegar vandamálið er orðið heldur líka sem reglulegt viðhald fasteigna. „Við horfum til þess að það sé hægt að fara í fyrirbyggjandi aðgerðir gegn myglu í skólahúsnæði, sem gefur sveitarfélögum og jafnframt fyrirtækjum tækifæri að nota fasteignirnar áfram.“

Heimild: Vb.is