Home Fréttir Í fréttum 28.07.2022 Endurbætur á A-álmu og viðbyggingu við tengigang í Glerárskóla á Akureyri

28.07.2022 Endurbætur á A-álmu og viðbyggingu við tengigang í Glerárskóla á Akureyri

140
0
Mynd: Akureyrarbær

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í endurbætur á A-álmu og viðbyggingu við tengigang í Glerárskóla á Akureyri: um er að ræða heildarendurbætur á um 1.450 fermetrum og viðbygging við tengigang um 160 fermetrar ásamt þaki og þakrými, verkið nær einnig til inngarða beggja megin við álmuna sem er um 600 fermetrar.

<>

Framkvæmdatíminn er frá undirskrift samnings til júní 2024.

Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi á útboðsvef Akureyrarbæjar, frá og með 20. júní 2022.

Vinsamlegast athugið að nauðsynlegt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum þess sem kemur til með að undirrita tilboðið rafrænt fyrir hönd fyrirtækisins.

Tilboðum skal skila rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar fyrir kl. 11.00 fimmtudaginn 28. júlí 2022 og verða tilboð opnuð á sama tíma að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.