Home Fréttir Í fréttum Skólp 50.000 Íslendinga rennur óhreinsað til sjávar

Skólp 50.000 Íslendinga rennur óhreinsað til sjávar

221
0
Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Lengi tekur sjórinn við, eða svo hefur löngum verið sagt. Hann hefur fengið að kenna á þessari hugsun, því víða rennur skólp enn óhreinsað til sjávar.

Allir þéttbýlisstaðir landsins áttu að vera komnir með fullnægjandi skólphreinsun í lok árs 2005. Með fullnægjandi skólphreinsun er átt við annað hvort eins eða tveggja þrepa hreinsun, og enn ítarlegri hreinsun ef þörf krefur. Áður en eiginleg hreinsun hefst þarf að grófhreinsa skólpið af rusli, fitu og öðrum aðskotahlutum.

<>

Umhverfisstofnun segir í nýrri stöðuskýrslu fráveitumála fyrir árið 2020, að litlar framfarir hafi orðið í fráveitumálum á Íslandi frá árinu 2014. Þá var hlutfall óhreinsaðs skólps á Íslandi með því hæsta sem gerðist í ríkjum OECD.

Árið 2020 rann skólp frá að minnsta kosti 49.000 íbúum í þéttbýli óhreinsað til sjávar, meðal annars frá Ísafirði, Sauðárkróki, Húsavík, Vestmannaeyjum, Selfossi, Grindavík og Keflavík. Skólpið er grófhreinsað á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Akranesi, í Borgarnesi og Njarðvík, en tveggja þrepa hreinsun var hvergi fullnægjandi fyrir tveimur árum.

Flestir þéttbýlisstaðirnir losa skólp í sjó, en nokkrir í ár og árósa. Í nýrri vatnaáætlun Íslands er fráveita talin sá mengunarþáttur sem veldur mestu álagi á vatn og umhverfi þess á Íslandi.
Heimild: Ruv.is