Home Fréttir Í fréttum Gert ráð fyrir 80 nýjum leik­skóla­plássum í Safa­mýri

Gert ráð fyrir 80 nýjum leik­skóla­plássum í Safa­mýri

204
0
Að loknum framkvæmdum verður sjö deilda leikskóli fyrir samtals 125 leikskólabörn í Safamýri. Mynd: Frettabladid.is

Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að bjóða út framkvæmdir við stækkun á nýjum leikskóla að Safamýri 5.

<>

Kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir 450 milljónir króna fyrir endurbætur á húsnæði og lóð leikskóla. Tillagan sem send var á borgarráð miðar að því að stækka áður samþykktan nýjan leikskóla að Safamýri 5 með því að nýta einnig efri hæð vesturhluta hússins undir starfsemina.

Vesturhluti Safamýri 5, grunnmynd. Tillaga að nýtingu efri hæðar húsnæðis fyrir starfsemi leikskóla. Mynd: Reykjavíkurborg

80 ný pláss

Gert er að ráð fyrir 80 nýjum plássum og áætlað er að starfsemi hefjist í mars 2023. Að loknum framkvæmdum við bæði austur- og vesturhluta verður sjö deilda leikskóli fyrir samtals 125 leikskólabörn.

Húsnæði stækkar um 620 fermetra, þar af um 120 fermetra fjölnotasalur.

Leikskólinn verður við Safamýri 5. Mynd: Reykjavíkurborg

Verkefnið er hluti af Brúum bilið verkefninu sem var sett á laggirnar árið 2018 sem gengur út á að fjölga leikskólaplássum svo börn komist fyrr inn á leikskóla þegar fæðingarorlofi sleppir.

Byggingin að Safamýri 5 hefur meðal annars verið nýtt undir ungmennastarfsemi undir nafninu Íbúðin ungmennahús, það var starfrækt 2010 til 2015.

Á fundi borgarráðs fyrir helgi lýstu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins yfir vonbrigðum sínum með að „ekki hafi verið unnt að tryggja öllum tólf mánaða börnum pláss strax í haust líkt og lofað hafði verið.“

Heimild: Frettabladid.is