Home Fréttir Í fréttum Tafir á innflutningi á efni í nýja flugstöð á Akureyri

Tafir á innflutningi á efni í nýja flugstöð á Akureyri

171
0
Mynd: Isavia
Miklar tafir hafa orðið á innflutningi á efni í viðbyggingu við flugstöðina á Akureyrarflugvelli. Þrátt fyrir það ríkir bjartsýni um að áætluð verklok standist.

Útboðsferli og efnisinnflutningur veldur töfum

Útboðsferli viðbyggingarinnar á Akureyrarflugvelli tók lengri tíma en reiknað var með, auk þess sem efnisinnflutningur hefur tafist. Enn er ekki er vitað hvenær stál og efni í burðarvirki hússins kemur til landsins.

<>

„Það verður bara að segjast eins og er að það er óvissa í öllum heiminum varðandi aðföng á stáli og burðarverki og við höfum ekki fengið endanlega dagsetningu frá verktakanum hvenær við eigum von á því til landsins,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla.

Hún er engu að síður vongóð um að áætluð verklok standist, sem eru síðsumars 2023.

Bráðabirgðalausn tilbúin í lok júní

Umferð um Akureyrarflugvöll hefur aukist mikið með auknu millilandaflugi og búist er við því að enn bæti í. Sigrún segir nauðsynlegt að bregðast við þessu á meðan viðbyggingin er ekki tilbúin.

„Við erum að setja upp bráðbirgðarlausn í suðurenda flugstöðvarinnar sem þjónar innalandsfarþegunum, bæta í biðsalinn þar og búa til annað hlið sem hægt væri að ganga út á brautina í innanlandsflugi,“ segir Sigrún. Hún reiknar með að þessi framkvæmd verði tilbúin í júnílok.

Heimild: Ruv.is