Home Fréttir Í fréttum Hrafnalaupur á nýrri Landspítalalóð

Hrafnalaupur á nýrri Landspítalalóð

206
0
Mynd: Grímur Jón Sigurðsson - RÚV
Hrafnapar hefur gert sig heimakært innan um rúmlega hundrað starfsmenn sem vinna hörðum höndum að því að byggja  framtíðarspitala á nýju Landspítalalóðinni.

Íslenski hrafninn hefur löngum þótt úrræðagóður. Nú er hann búinn að ákveða að gera laup sinn í miðju atvinnulífinu í hjarta borgarinnar.  Krummi virðist ekki láta sig það neinu skipta þótt hann snúist í hringi með byggingakrananum sem hann býr í.

<>

Rúnar Friðgeirsson eftirlitsmaður Eflu segir óvænt að hrafninn skyldi byggja sér laup  í einum byggingakrananum. „Þeir byrjuðu þarna í mars að byggja laupinn. Við héldum nú fyrst að þeir myndu ekki rata inn í laupinn því kraninn snýst alltaf og inngangurinn að hreiðrinu hann færist alltaf til en þeir virðast alltaf bjarga sér og líður bara vel hérna hjá okkur.“

Ekki kom til greina að hrófla við laupi hrafnsins þótt nokkur hreiður hafi þurft að víkja á byggingatímanum. Byggingarstjórinn á framkvæmdasvæðinu er úr sveit og langaði hann til að sjá hrafnslaupinn í návígi. það var hægara sagt en gert segier Rúnar Friðgeirsson.

„Hrafnarnir tóku sig saman og réðust á hann svo hann sá aldrei neitt.“

„Ungarnir virðast orðnir svolítið stórir er kannski stutt í að þeir fljúgi úr laupnum?“  „Já ég átti jafnvel von á því að þeir myndu fara í morgun. Þá sátu foreldrarnir hérna uppi á girðingunni og voru að hvetja þá úr hreiðrinu en þeir eru hérna ennþá!“ „Þeir hafa ákveðið að bíða fram að helgi.“  „Já ég veit ekki hvað þeir verða lengi en það er örugglega mjög stutt í að þeir fari.“

Heimild: Ruv.is