Home Fréttir Í fréttum Milljarða sala í Brautarholti

Milljarða sala í Brautarholti

603
0
Brautarholt 18 til 20 í Reykjavík. Teikning/Arkís

Búið er að selja 62 af 64 íbúðum í Braut­ar­holti 18-20 í Reykja­vík en þær komu í sölu í apríl. Sölu­verð íbúðanna hleyp­ur á millj­örðum króna.

<>

Um er að ræða at­vinnu­hús­næði sem breytt var í íbúðir og at­vinnu­rými á jarðhæð. Mörg fyr­ir­tæki hafa haft þar aðset­ur í gegn­um tíðina og muna marg­ir ef­laust eft­ir Þórskaffi í Braut­ar­holti 18 og Baðhúsi Lindu Pét­urs­dótt­ur í Braut­ar­holti 20, á horni Braut­ar­holts og Nóa­túns.

Níu seld­ust í for­sölu

Bygg­ing­ar­fé­lagið Upprisa hef­ur farið með end­ur­gerð húss­ins.

Stein­dór Snær Ólason, fram­kvæmda­stjóri Upprisu, seg­ir verk­efnið hafa haf­ist í árs­lok 2020. Íbúðirn­ar hafi komið í sölu í apríl og hafi níu selst í for­sölu.

Nú séu tvær íbúðir af 44 óseld­ar í Braut­ar­holti 20 en íbúðir í þeim hluta húss­ins verði af­hent­ar í júlí. All­ar 20 íbúðirn­ar séu seld­ar í Braut­ar­holti 18 og verði þær af­hent­ar fyr­ir haustið.

Spurður hvað hann telji skýra svo hraða sölu á íbúðunum seg­ir Stein­dór Snær að skort hafi íbúðir af þess­ari stærð og á þessu verðbili. Um það vitni fjöldi ungra kaup­enda.

Spurður um fram­haldið seg­ir hann Upprisu munu einnig end­ur­byggja Braut­ar­holt 16 en þar verði 20 íbúðir og þjón­usta á jarðhæð.

Stein­dór Snær Ólason Ljós­mynd/​Aðsend

Hafa öðlast dýr­mæta reynslu

Fyr­ir­tækið hafi öðlast mikla reynslu af slík­um verk­efn­um. Umbreyt­ing á Héðins­hús­inu í Center­Hót­el Granda hafi verið eld­skírn á þessu sviði og með Braut­ar­holt­inu sé kom­in dýr­mæt reynsla sem nýta eigi í fleiri verk­efn­um.

Heimild: Mbl.is