Home Fréttir Í fréttum Mikil uppbygging í grennd við Bessastaði

Mikil uppbygging í grennd við Bessastaði

160
0
Mynd: Grímur Jón Sigurðsson / RÚV
Um fimm hundruð íbúðir bætast við á Álftanesi næstu ár. Uppbyggingin verður sú umfangsmesta frá því Garðabær og Álftanes sameinuðust í eitt sveitarfélag fyrir tæpum áratug.

Útsýnið frá Bessastöðum á eftir að breytast verulega við framkvæmdirnar þegar nágrönnum forsetans fjölgar.

<>

Um 350 íbúðir eru þegar á skipulagi fyrir parhúsabyggð í Kumlamýri og er jarðvinna þegar hafin. Lóðirnar voru seldar hæstbjóðendum á um tuttugu milljónir króna hver.

Arinbjörn Vilhjálmsson er skipulagsstjóri Garðabæjar segir verkefnið vissulega stórt.

„Það verða hér samkvæmt skipulagi um 40 íbúðaeiningar í parhúsabyggð síðan hér yfir í Breiðumýrinni þar eru  um 250 íbúðir í fjölbýlishúsum lágreistum fjölbýlishúsum tvær til þrjár hæðir síðan er líka í skipulagi raðhúsabyggð hjá Sviðholti þannig að þetta eru eitthvað 350 íbúðir sem við eigum í skipulagi. Síðan eru svona 150 íbúðir til viðbótar í undirbúningi í deiliskipulagi.

Um 1850 manns búa á Álftanesi af átján þúsund íbúum Garðabæjar en þeim fjölgar um 1200 á Álftanesi þegar allri uppbyggingu sem fyrirhuguð er verður lokið.

„Vissulega höfum við verið í samráði við forsetaembættið  og þeir hafa fengið að fylgjast með þessari uppbyggingu hér.Enda erum við að reyna að vanda til þannig að þessi ásýnd frá Bessastöðum verði snotur og við hæfi.“

Unnið er að svonefndum sjálfbærum ofanvatnslausnum við byggingarframkvæmdir í mýrunum í grennd við Bessastaði. Veita á inn á læk á svæðinu.

„Hér náttúrulega safnast vatn fyrir frá náttúrunnar hendi og við munum veita þessu vatn úr svona rásum á yfirborði á milli húsanna það verða opin svæði á milli húsanna allar íbúðir munu liggja að opnu svæði að einhverju leyti og þessi opnu svæði fingra sig svona inn í byggðina og á þessum opnu svæðum safnast ofanavatnið saman og verður safnað í  læk sem við erum búin að móta hér í skipulagi og er farinn að taka á sig mynd og ég segi að við séum að endurheimta hina fornu á  Lambhúsaá sem rann hér eftir mýrinni til forna.“
Ljúka á uppbyggingunni fyrir árið 2027.

Heimild: Ruv.is