Home Fréttir Í fréttum Hagnaður Ístaks tvöfaldaðist

Hagnaður Ístaks tvöfaldaðist

357
0
Höfuðstöðvar Ístaks í Mosfellsbæ. Mynd: Vb.is

Hagnaður verktakafyrirtækisins Ístaks rúmlega tvöfaldaðist á milli ára, fór úr 96 milljónum króna í 230 milljónir, en félagið er í eigu danska verktakafyrirtækisins Per Aarsleff A/S.

<>

Tekjur Ístaks á síðasta reikningsári 2020-2021 námu 12,2 milljörðum króna miðað við 10,8 milljarða árið áður. Hagnaður félagsins nam 230 milljónum króna á árinu, sem er tvöfalt meira en árið áður þegar hagnaðurinn var 96 milljónir.

Eignir félagsins voru bókfærðar á 5,4 milljarða króna á árinu, eigið fé var 2,7 milljarður króna og var eiginfjárhlutfallið því um 50%. Handbært fé í árslok nam 340 milljónum króna og dróst saman um 90 milljónir á árinu.

Enginn arður var greiddur út á síðasta reikningsári, en árið þar áður voru greiddar út 37 milljónir. Framkvæmdastjóri Ístaks er Karl Andreassen og er félagið í eigu danska verktakafyrirtækisins Per Aarsleff A/S.

Heimild: Vb.is