F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Hlemmur og nágrenni – 1. áfangi: Laugavegur. Torg, yfirborðsfrágangur og lagnir, útboð 15570
Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá kl. 14:00 þann 8. júní 2022.
Smellið á íslenska fánann til að fá útboðsvefinn upp á íslensku. Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Nýskráning“.
Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00 þann 22. júní 2022.
Áætluð verklok: 16. desember 2022.
Lauslegt yfirlit yfir verkið:
Framkvæmdin felur í endurnýjun götuhluta Laugavegs sem liggur frá Hlemmi að Snorrabraut í samræmi við framkvæmdamörk á yfirlitsteikningu.
Núverandi fráveitulögn verður endurnýjuð með tvöföldu kerfi regnvatns- og skolps. Fyrirliggjandi heimæðar og niðurföll verða tengd nýja kerfinu auk nýrra svelgja í regnbeðum. Hluti hitaveitulagna í götustæði verða endurnýjaðar.
Samfara endurnýjun lagna verður götukassi endurnýjaður að fullu með fullnaðarfrágangi undirbyggingar í samræmi við snið, gróðurbeðum blágrænna lausna, nýrri hellulögn í gang- og götustæði ásamt nýju snjóbræðslukerfi undir hellulögn.
Gengið verður að fullu frá fæðistrengjum rafmagns í jörðu og verða þeir tengdir bráðabirgðar götulýsingu. Uppsetning og fullnaðarfrágangur endanlegrar götulýsingar er ekki hluti þessa útboðs.
Verkið felst í megindráttum í eftirfarandi:
- Upprif og förgun á malbiki og kantsteini núverandi götu
- Upprif og förgun á núverandi hellulögn
- Uppgreftri og jarðvegsskiptum
- Fullnaðarfrágangur fyllinga undir götu og gangstéttar
- Fullnaðarfrágangur fráveitu, hluta hitaveitu og raflagna
- Fullnaðarfrágangur hellulagnar og kantsteina
- Fullnaðarfrágangur blágrænna beða
- Tímabundinn frágangur á götulýsingu með bráðabirgðastaurum í undirstöðum á yfirborði.
Helstu magntölur eru:
- Sögun malbiks 25 m
- Upprif hellna 440 m2
- Upprif malbiks 570 m2
- Upprif á kantsteini 1 40 m
- Götur- og gangstéttar – Uppgröftur 870 m3
- Götur- og gangstéttar – Malarfylling 600 m3
- Jöfnunarlag (púkkmulningur) 950 m2
- Malbik 50 m2
- Snjóbræðsla 3750 m
- Steypt mannvirki 22 m2
- Lagnir- Uppgröftur 790 m3
- Lagnir- Fylling 525 m3
- Lagnir – Losun klappar 25 m3
- Fráveitulagnir 185 m
- Svelgir 7 stk
- Hitaveitulagnir 240 m
- Jarðstrengir 120 m
- Fjölpípurör 65 m
- Hellulögn 1000 m2
- Náttúrusteinn 56 m2
- Plöntur 155 stk