Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Jarðvinnu að ljúka á Jaðarsbökkum á Akranesi

Jarðvinnu að ljúka á Jaðarsbökkum á Akranesi

305
0
Mynd: Skessuhorn.is

Seint á síðasta ári hófust framkvæmdir við nýtt íþróttahús á Jaðarsbökkum á Akranesi en það verður stærsta framkvæmd Akraneskaupstaðar um árabil.

<>

Um er að ræða fjölnota íþróttahús og er það einn áfangi af mörgum í áframhaldandi uppbyggingu íþróttamannvirkja á svæðinu.

Í þessum fyrsta áfanga verksins hefur Vélaleiga Halldórs Sigurðssonar séð um gröft fyrir mannvirkinu og breytingar á lögnum í jörðu ásamt því að girða af vinnusvæðið.

Í lok apríl var undirritaður samningur milli Akraneskaupstaðar og Flotgólfs ehf. um uppsteypu og ytri frágang íþróttahússins á Jaðarsbökkum.

Verklok eru áætluð um mitt ár 2023.

Jarðvinnu lýkur brátt og mun vinna við uppsteypu fara í gang á næstu vikum. Inannhússfrágangur verður boðinn út haustið 2023 og lóðafrágangur í kjölfarið. Heildarverklok eru ef allt fer eftir áætlun haustið 2024.

Heimild: Skessuhorn.is