Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Fyrsta kerið í Öxarfirði í notkun fyrir árslok

Fyrsta kerið í Öxarfirði í notkun fyrir árslok

125
0
Arnar Freyr Jónsson, hjá Fiskeldis Samherja, segir stefnt að því að taka fyrsta kerið í stækkaðri landeldisstöð í Öxarfirði í notkun fyrir lok árs. Ljósmynd/Samherji

Fyr­ir lok árs­ins verður fyrsta kerið tekið í notk­un í stækkaðri land­eld­is­stöð Fisk­eld­is Sam­herja í Öxarf­irði, Silf­ur­stjörn­unni, og verða næstu fjög­ur ker tek­in í notk­un á eins til tveggja mánaða milli­bili. Þetta kem­ur fram í færslu á vef Sam­herja.

<>
Unnið er hörðum hönd­um að stækk­un Silf­ur­stjörn­unn­ar. Ljós­mynd/​Sam­herji

Skóflu­stunga að stækkaðri eld­is­stöð var tek­in í janú­ar og er nú þegar farið að móta fyr­ir fyrstu ker­un­um en þau verða fimm tals­ins og um helm­ingi stærri en þau sem fyr­ir eru. Ákvörðun um tvö­föld­un stöðvar­inn­ar var tek­in í fyrra og nem­ur kostnaður­inn um 1.500 millj­ón­um króna.

Þegar stöðin er kom­in í fulla notk­un mun fram­leiðslan vera þrjú þúsund tonn á ári og er ætl­un­in að gera ýms­ar til­raun­ir í tengsl­um við nýj­ar eldisaðferðir svo sem stærri ein­ing­ar. Reynsl­an sem fæst mun síðan nýt­ast í land­eld­is­stöð Sam­herja á Reykja­nesi, en þar er stefnt að fram­leiðslu 40 þúsund tonn­um af eld­islaxi á árs­grund­velli.

Ljós­mynd/​Sam­herji

„Við ætl­um að nýta okk­ur þá reynslu sem við öðlumst hérna fyr­ir norðan þegar upp­bygg­ing­in hefst fyr­ir al­vöru fyr­ir sunn­an. Auk þess var kom­inn tími á ýms­ar upp­færsl­ur í starf­sem­inni, enda Silf­ur­stjarn­an á marg­an hátt kom­in nokkuð til ára sinna. Eft­ir stækk­un verður rekst­ur­inn hag­kvæm­ari,“ seg­ir Arn­ar Freyr Jóns­son, rekstr­ar­stjóri Fisk­eld­is Sam­herja í Öxarf­irði, í færsl­unni.

Ljós­mynd/​Sam­herji

„Hérna á svæðinu eru starfs­menn nokk­urra verk­taka­fyr­ir­tækja og stór­virk­ar vinnu­vél­ar eru áber­andi á svæðinu. Und­ir­bún­ing­ur­inn tók nátt­úru­lega nokk­urn tíma, svo sem vinna við skipu­lags­mál, leyf­is­um­sókn­ir og fleira. Góður und­ir­bún­ing­ur skipt­ir sköp­um og þá verður sjálf upp­bygg­ing­in hnit­miðaðri en ella,“ seg­ir Arn­ar Freyr.

Heimild: Mbl.is