Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Rangárþing ytra. Þróun skólasvæðis á Hellu

Opnun útboðs: Rangárþing ytra. Þróun skólasvæðis á Hellu

258
0

Úr fundargerð Sveitastjórnar Rangárþings ytra þann 12.05.2022

<>

Tilboð í fullnaðarhönnun 2. áfanga

Þann 6.4.2022 var auglýst á útboðsvefnum og á heimasíðu Rangárþings ytra útboðið 2.áfangi uppbyggingar skólasvæðisins á Hellu. Fullnaðarhönnun.

Boðað var til opnunarfundar að Suðurlandsvegi 1 þriðjudaginn 10.maí kl.13.00.

Fjögur tilboð bárust, frá VSO ráðgjöf ehf. 74.442.842 kr.; Mannvit hf. 80.748.800 kr.; Efla hf. 83.328.174 kr. og Lota ehf. 86.292.700 kr. Kostnaðaráætlun var 75.267.637 kr.

Lagt er til að ganga til samninga við lægstbjóðanda að undangenginni yfirferð tilboða.