Home Fréttir Í fréttum Minna malbikað en metárið í fyrra

Minna malbikað en metárið í fyrra

122
0
Mynd: mbl.is/​Hari

Ívið minna verður mal­bikað um landið allt í ár held­ur en í fyrra, enda var síðasta ár eitt það stærsta í sögu Vega­gerðar­inn­ar þegar kem­ur að slitslags­verk­efn­um.

<>

Þetta seg­ir Óskar Örn Jóns­son, for­stöðumaður fram­kvæmda­deild­ar Vega­gerðar­inn­ar.

Hann bæt­ir við að stóra árið í fyrra hafi helg­ast af inn­spýt­ingu í mála­flokk­inn ásamt góðu tíðarfari. „Vet­ur kom seint og menn höfðu tæki­færi til að vinna meira í þessu viðhaldi en oft áður,“ seg­ir Óskar Örn.

Hann nefn­ir að Vega­gerðin bregðist við og efli slit­lög þegar um­ferð auk­ist á ákveðnum svæðum, til dæm­is vegna breyttr­ar at­vinnu­starf­semi. Dæmi um þetta eru Vest­f­irðir þar sem þunga­flutn­ing­ar hafa auk­ist í kring­um sjókvía­eldi.

Auk­inn straum­ur ferðamanna hef­ur einnig sín áhrif og bend­ir hann á að ein rúta brjóti niður veg álíka mikið og um það bil 10 þúsund smá­bíl­ar. „Þetta seg­ir okk­ur að með fleiri slík­um far­ar­tækj­um kall­ar það á mun meira viðhald á þeim veg­um.“

Spurður út í stöðu mála á gullna hringn­um svo­kallaða þar sem ferðamenn eru fjöl­menn­ir seg­ir Óskar Örn að ekki eigi að mal­bika meira þar í ár en venju­lega.

Hlut­fall mal­biks hef­ur þó verið aukið, til dæm­is á Þing­valla­vegi og Bisk­upstungna­braut, vegna auk­inn­ar um­ferðar með til­komu ferðamanna, en slíkt kost­ar rúm­lega þris­var sinn­um meira en klæðning.

Heimild: Mbl.is