Home Fréttir Í fréttum Ný þjóðarhöll verði klár 2025

Ný þjóðarhöll verði klár 2025

53
0
Laugardalshöll. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Stefnt er að því að fram­kvæmd­um við bygg­ingu þjóðar­hall­ar í inn­an­hússíþrótt­um í Laug­ar­dal ljúki árið 2025.

Þetta kem­ur fram í vilja­yf­ir­lýs­ingu sem Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra, Ásmund­ur Ein­ar Daðason mennta- og barna­málaráðherra og Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri und­ir­rituðu í gær.

Þjóðar­höll­in mun upp­fylla kröf­ur fyr­ir alþjóðlega keppni í inn­an­hússíþrótta­grein­um og stór­bæta íþróttaaðstöðu fyr­ir skóla og íþrótta­fé­lög í Laug­ar­dal, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Þar seg­ir að ríki og Reykja­vík­ur­borg muni tryggja fjár­mögn­un á stofn­kostnaði í lang­tíma­áætl­un­um sín­um. Kostnaðarmat muni liggja fyr­ir eft­ir frum­at­hug­un og end­an­lega hönn­um.

Kostnaðar­skipt­ing taki mið af nýt­ingu mann­virk­is­ins sem og þeim kröf­um sem hvor aðili hef­ur. Ann­ars veg­ar ríkið vegna þarfa sér­sam­banda og alþjóðlegra krafna til keppn­isaðstöðu landsliða og hins veg­ar Reykja­vík­ur­borg vegna þarfa íþrótta­fé­laga og íþrótta­kennslu.

„Þegar liggja fyr­ir grein­ing­ar á þörf­um sér­sam­banda Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­bands Íslands (ÍSÍ) fyr­ir æf­ing­ar og keppn­ir landsliða og á þörf­um Reykja­vík­ur­borg­ar vegna íþrótta­fé­laga og íþrótta­kennslu skóla,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

„Sér­stök fram­kvæmda­nefnd verður stofnuð um þjóðar­höll í inn­an­hússíþrótt­um sem mun sjá um frum­at­hug­un og und­ir­bún­ing á fyr­ir­komu­lagi bygg­inga­fram­kvæmda, s.s. vegna hönn­un­ar, tækni­legr­ar út­færslu, rekstr­ar­forms og hvernig staðið verður að fjár­mögn­un. Notk­un­ar­mögu­leik­ar mann­virk­is­ins verða kannaðir til hlít­ar.“

Einnig kem­ur fram að ríki og borg ætli að standa sam­an að hug­mynda­sam­keppni um hönn­un mann­virk­is­ins og út­lit.

Heimild: Mbl.is

 

Previous articleÞarf að byggja 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum
Next articleByggja 90 þúsund fer­metra á Blika­stöðum