Home Fréttir Í fréttum Hagnaður rúmum 100 milljónum meiri en í fyrra

Hagnaður rúmum 100 milljónum meiri en í fyrra

171
0
Reginn hefur átt góðu gengi að fagna það sem af er þessu ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rekstr­ar­tekj­ur Reg­ins fast­eigna­fé­lags námu tæp­um þrem­ur millj­örðum fyrsta árs­fjórðung­inn og nam hagnaður­inn eft­ir tekju­skatt rúm­um 1,5 millj­örðum króna, sem er rúm­um hundrað millj­ón­um meira en fyr­ir sama tíma­bil í fyrra.

<>

Vaxta­ber­andi skuld­ir hækka úr 96,068 millj­örðum und­ir lok 2021, í 97,246 millj­arða króna eft­ir fyrstu þrjá mánuði árs­ins. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu Reg­ins hf.

Þar seg­ir jafn­framt að fjár­hags­staða fé­lags­ins sé sterk og fjár­hags­leg skil­yrði vel inn­an marka lána­skil­mála. Hand­bært fé var 2,853 millj­arðar í lok tíma­bils­ins og auk þess hafði fé­lagið aðgang að ónýtt­um lánalín­um að fjár­hæð 4,700 millj­örðum króna.

Leigu­tekj­ur hækka um 9%

Rekst­ar­tekj­urn­ar námu 2,802 millj­örðum króna, þar af voru 2,636 millj­arður vegna leigu­tekna en þær hafa hækkað um 9% frá sama tíma­bili í fyrra. Þá var rekstr­ar­hagnaður fyr­ir sölu­hagnað, mats­breyt­ingu og af­skrift­ir / EBITDA, rúm­ar 1,8 millj­arður króna sem er um 11% hærra en á sama tíma­bili í fyrra.

„Rekst­ur fé­lags­ins og af­koma er góð og í sam­ræmi við áætlan­ir. Mik­ill kraft­ur virðist vera í at­vinnu­líf­inu, kem­ur það m.a. fram í mik­illi eft­ir­spurn eft­ir leigu­hús­næði. Svo virðist sem COVID áhrifa í rekstri gæti ekki leng­ur,“ seg­ir í til­kynn­ingu Reg­ins.

98% út­leigu­hlut­fall

Reg­inn er hluta­fé­lag sem er skráð í Kaup­höll Íslands en fjöldi hlut­hafa und­ir lok mars var 498. Eigna­safn fé­lags­ins sam­an­stend­ur af at­vinnu­hús­næði og var fjöldi fast­eigna í lok tíma­bils­ins 108 og heild­ar­fer­metra­fjöldi eign­anna um 376 þúsund.

Útleigu­hlut­fallið er yfir 98% miðað við þær tekj­ur sem 100% út­leiga gæfi og hef­ur hún aldrei verið hærri. Á tíma­bil­inu hafa verið gerðir leigu­samn­ing­ar vegna 8.900 fer­metra sem er um fjórðungs aukn­ing frá sama tíma­bili fyr­ir ári.

Þá voru eign­ir að and­virði 1,75 millj­arða króna einnig seld­ar á tíma­bil­inu.

„Það er mat stjórn­enda að enn sé ein­hver óvissa í þróun efna­hags­mála sem get­ur haft áhrif á getu ein­staka leigu­taka til að standa við skuld­bind­ing­ar sín­ar. Þeir leigu­tak­ar sem þessi óvissa tek­ur til eru þó fáir og um­fang tekna frá þeim lítið hlut­fall af leigu­tekj­um fé­lags­ins.

Þessi óvissa mun ekki hafa áhrif á rekstr­ar­hæfi fé­lags­ins á ár­inu 2022. Heild­ar mats­breyt­ing á fyrstu 3 mánuðum árs­ins nam 2.427 m.kr.,“ seg­ir jafn­framt í til­kynn­ing­unni.

Heimild: Mbl.is