F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
15534 – Hamraskóli endurnýjun kerfislofts.
Verk þetta felst í því að fjarlægja niðurhengt kerfisloft, förgun á efni og setja upp nýtt loft ásamt uppsetningu á föstum gipsplötum. Nýjar loftaplötur eru 20 mm og 40 mm hljóðísogsplötur. Heildarfermetrar lofta er um 1600 m2.
Lokaskiladagur verksins er 15. ágúst 2022.
Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá kl. 16.00 þann 4. maí 2022. Smellið á íslenska fánann til að fá útboðsvefinn upp á íslensku. Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Nýskráning“.
Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00 þann 19. maí 2022.
Ekki verður haldinn formlegur opnunarfundur, nema að bjóðendur óski sérstaklega eftir því. Beiðni verður að hafa borist innkaupaskrifstofu 2 virkum dögum fyrir opnun tilboða, á netfangið utbod@reykjavik.is