Home Fréttir Í fréttum Ný þjónustubygging rís við íþróttamiðstöðina að Varmá í Mosfellsbæ

Ný þjónustubygging rís við íþróttamiðstöðina að Varmá í Mosfellsbæ

269
0

Á grunni þarfagreiningar er búið að hanna nýja þjónustubyggingu við íþróttamiðstöðina að Varmá og er áætlað að stærð byggingarinnar verði um 1.177 m2.
Miðað er við að framkvæmdir geti hafist í sumar.

<>

Á fyrstu hæð verður ný afgreiðsla og góð aðstaða fyrir gesti hússins. Í kjallaranum verða fjórir nýir búningsklefar sem mæta þeim kröfum sem gerðar eru í dag til búningsaðstöðu liða í efstu deild.

Á annarri hæð verður fundarsalur sem hægt er að skipta upp í smærri rými.

Með tilkomu þjónustuhússins mun félagsaðstaða Aftureldingar og annarra gesta hússins verða gjörbreytt. Fundarsalurinn á efri hæðinni mun tengjast íþróttasölum og verða nýtanlegur þegar keppni eða aðrir viðburðir fara fram í húsinu.

Með hönnun þjónustubyggingar verður aðkoma og aðgengi tryggt fyrir alla gesti hússins.

Heimild: Mosfellingur.is