
Önnur tveggja flugbrauta Keflavíkurflugvallar, flugbraut 10/28, verður ekki í daglegum rekstri í allt að fimm vikur í sumar, það er í lok maí og fram í júní.
Ekki verður nein skerðing á afkastagetu flugvallarins vegna þessa og hægt verður að nota brautina ef þess gerist þörf, að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia.
Hann segir mikilvægt að hafa í huga að flugbrautum á Keflavíkurflugvelli sé aldrei lokað, en starfsemi á þeim kunni að skerðast við framkvæmdir eins og í þessu tilviki.
Notkun á flugbrautinni skerðist vegna framkvæmda við gerð nýrrar 1.200 metra langrar flugvélaakbrautar (Mike). Hún mun tengja saman flughlað flugstöðvarinnar og flugbrautir.
Heimild: Mbl.is