Home Fréttir Í fréttum Skert notkun á einni flugbraut í Keflavík um tíma

Skert notkun á einni flugbraut í Keflavík um tíma

187
0
Gera á nýja 1.200 metra langa flugvélaakbraut sem mun tengja flugbraut við flughlað flugstöðvarinnar. Mynd úr safni. mbl.is/ÞÖK

Önnur tveggja flug­brauta Kefla­vík­ur­flug­vall­ar, flug­braut 10/​28, verður ekki í dag­leg­um rekstri í allt að fimm vik­ur í sum­ar, það er í lok maí og fram í júní.

<>

Ekki verður nein skerðing á af­kasta­getu flug­vall­ar­ins vegna þessa og hægt verður að nota braut­ina ef þess ger­ist þörf, að sögn Guðjóns Helga­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Isa­via.

Hann seg­ir mik­il­vægt að hafa í huga að flug­braut­um á Kefla­vík­ur­flug­velli sé aldrei lokað, en starf­semi á þeim kunni að skerðast við fram­kvæmd­ir eins og í þessu til­viki.

Notk­un á flug­braut­inni skerðist vegna fram­kvæmda við gerð nýrr­ar 1.200 metra langr­ar flug­véla­ak­braut­ar (Mike). Hún mun tengja sam­an flug­hlað flug­stöðvar­inn­ar og flug­braut­ir.

Heimild: Mbl.is