Home Fréttir Í fréttum 10.05.2022 Nesbraut (49) – Endurnýjun vegriða á brýr yfir Elliðaár og Reykjanesbraut

10.05.2022 Nesbraut (49) – Endurnýjun vegriða á brýr yfir Elliðaár og Reykjanesbraut

174
0

Vegagerðin óskar eftir tilboði í endurnýjun á brúarvegriðum tveggja brúa á Vesturlandsvegi, annars vegar fyrir brú yfir Reykjanesbraut og hins vegar fyrir brú yfir Elliðaár.

<>

Um er að ræða niðurtekt á núverandi brúar-og bitavegriðum og uppsetningu á nýjum brúarvegriðum og tengivegriðum.  Innifalið er gerð endafrágangs sem og allur annar frágangur.

Helstu magntölurí verkinu eru:

 

  • -Niðurtekt brúarvegriðs                                      495 m
  • -Niðurtekt bitavegriðs utan við brýr                      154 m
  • -Brúarvegriðfest á steyptan kantbita brúar            495 m
  • -Bitavegrið utan við brú                                      480 m

 

Verkinu skal að fullu lokið 1. september2022.

 

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign  frá og með þriðjudeginum 26. apríl 2022 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 10. maí 2022.

Ekki verður haldin sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.