Home Á döfinni Fyrirhugaðar opnanir útboða 09.05.2022 Umferðaröryggi við leikskóla í Fjallabyggð

09.05.2022 Umferðaröryggi við leikskóla í Fjallabyggð

31
0

Um er að ræða tvö aðskilin verk.

Annars vegar við leikskólann á Ólafsfirði og hins vegar leikskólann á Siglufirði. Sér útboðsgögn eru fyrir hvort verk og því ekki skylda að bjóða í bæði verkin.

Verkið felst m.a. í upprifi á yfirborðsefnum, malbikun, gerð hellulagðra upphækkana, uppsetningu skilta, málun/mössun yfirborðsmerkinga og gerð steyptra stétta.

Einnig þarf að færa niðurföll.

Hægt er að nálgast útboðsgögn rafrænt á netfangið armann@fjallabyggd.is

Tilboð skulu hafa borist í tölvupósti á netfangið armann@fjallabyggd.is eða í lokuðu og merktu umslagi í afgreiðslu þjónustuvers Fjallabyggðar, eigi síðar en á þeim tíma sem getið er um í grein „0.1.2 Útboðsform – útboðsyfirlit“ og verða þau opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda er þess óska.

Útboðsgögn afhent frá: 25.04.2022 kl. 14:00

Opnun tilboða verður þann: 09.05.2022 kl. 14:00

Previous article10.05.2022 Nesbraut (49) – Endurnýjun vegriða á brýr yfir Elliðaár og Reykjanesbraut
Next articleÁætluðu að ný höll kosti um 8-9 milljarða