Home Fréttir Í fréttum Hótel Reykjavík Saga opnar í sumar

Hótel Reykjavík Saga opnar í sumar

280
0
Tölvugerð mynd af Hótel Reykjavík Sögu.

Nýja hótelið á Lækjargötu opnar á næstu mánuðum en framkvæmdir hófust fyrir sjö árum.

<>

Hótel Reykjavík Saga, nýja hótel Íslandshótela á gamla Íslandsbankareitnum á Lækjargötunni, opnar í vor en framkvæmdir hófust fyrir árið sjö árum. Ólafur D. Torfason, stjórnarformaður Íslandshótela, Ólafur Sæmundsson byggingarstjóri og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lögðu hornstein að byggingunni á hátíðlegri athöfn í síðustu viku.

Á hótelinu verða 130 herbergi af þrettán mismunandi týpum. Á hótelinu verður að finna veitingastaðinn Fröken Reykjavík – Kitchen & Bar. Einnig verður líkamsræktaraðstaða og heilsulind með eimbaði og sánu.

Framkvæmdir við hótelið hófust árið 2015 en stuttu síðar fundust fornminjar sem staðfest er að séu frá landnámstíma. Sá fundur og aukið umfang jarðvinnu töfðu fyrir framkvæmdunum.

Íslandshótel hafa ekki gefið upp opnunardag Hótels Reykjavík Sögu en í ársreikningi hótelkeðjunnar kom fram að áætlað væri að opna hótelið í júní. Á heimasíðu Íslandshótela er hægt að bóka hótelgistingu á nýja hótelinu frá og með 1. júlí næstkomandi.

Heimild: Vb.is