Home Fréttir Í fréttum Stækka jarðböðin við Mývatn

Stækka jarðböðin við Mývatn

205
0
Jarðböðin á Mývatni. Aðsend mynd

Um 168 milljóna króna hagnaður var hjá Jarðböðunum á Mývatni á síðasta ári.

Til stendur að hefja framkvæmdir við nýtt og stærra baðhús og baðlón Jarðbaðanna við Mývatn á þessu ári. Í ársreikningi félagsins segir að núverandi aðstaða anni vart lengur þeim fjölda sem heimsækir lónið.

Félagið hagnaðist um 168 milljónir króna á síðasta ári efir 83 milljóna tap árið 2020. Tekjur Jarðbaðanna námu 582 milljónum samanborið við 258 milljónir árið áður.

Eignir félagsins námu 1,5 milljörðum í árslok 2021. Eigið fé var um 1,4 milljarðar en félagið er ekki með neinar langtímaskuldir.

Félagið Norðurböð, sem hét áður Tækifæri, er stærsti hluthafi Jarðbaðanna með 43,8% hlut. Íslenskar heilsulindir, sem er í 60% eigu Bláa lónsins, fara með fjórðungshlut í Jarðböðunum og þá á Landsvirkjun 19% hlut.

Heimild: Vb.is

Previous article10.05.2022 Sölvhólsgata 4 – endurnýjun glugga o.fl. – örútboð
Next articleHótel Reykjavík Saga opnar í sumar