Home Fréttir Í fréttum Lítið álver á að fara rísa við Hafursstaði – Hvað eru Kínverjarnir...

Lítið álver á að fara rísa við Hafursstaði – Hvað eru Kínverjarnir að hugsa?

173
0
Teikning Ark Þing af fyrirhuguðu álveri á Hafursstöðum

Klappir Development ehf. í samstarfi við Kínverska fjárfesta – þar sem vafalítið er stutt í kínverska ríkið – vilja reisa 120 þúsund tonna álver við Hafursstaði í Skagabyggð. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem nú er til meðferðar á Alþingi, þá er gert ráð fyrir að ríkissjóður leggi undirbúningi verkefnisins til 30 milljónir króna. Forsvarsmenn Klappa höfðu áður beðið um 70 milljónir, til að kanna ýmsa þætti verkefnisins.

<>

Óhætt er að segja að þeir séu bjartsýnir á að álverið verði að veruleika, því í viðtali við Morgunblaðið 23. nóvember lét Ingvar Unnsteinn Skúlason, forsvarsmaður Klappa, hafa eftir sér að ef ekkert óvænt gerðist þá yrði tilkynnt um byggingu álversins næsta vor, eða eftir innan við hálft ár.

Þetta verður að teljast með nokkrum ólíkindum, í ljósi aðstæðna í áliðnaði þessa dagana. Álverð hefur hríðfallið að undanförnu, og stærstu álframleiðendur heimsins hafa hagrætt í rekstri. Þannig hefur Rio Tinto, sem rekur álver í Straumsvík, lokað fjórum álverum á sex árum og selt eignarhluti í fjórum öðrum.

Stjórnendur Rio Tinto hafa enn fremur upplýst um að álverið sé rekið með tapi þessa dagana.

Heimild: Kjarninn.is