Home Fréttir Í fréttum Miklar skemmdir er hluti þaksins fauk af í Vestmannaeyjum

Miklar skemmdir er hluti þaksins fauk af í Vestmannaeyjum

168
0
Mynd: Sighvatur Jónsson/RÚV
Fulltrúar tryggingafélaga og iðnaðarmenn hafa í morgun skoðað skemmdir á húsi í Vestmannaeyjum. Þakið sviptist af einu herbergja hússins skömmu eftir að íbúi gekk þaðan út. Honum og öðrum íbúa var komið í skjól hjá ættingjum í nótt. Eftir á að koma í ljós hversu miklar skemmdirnar á húsinu eru. Hluti þaksins fauk af, sem fyrr segir, og stór hluti þaksins virðist laus.

Ranglega var sagt í fréttum í gærkvöld að þakið hefði svipst af húsinu og lent í heilu lagi í garði í grenndinni. Hið rétta er að hluti þaksins losnaði og fauk í veðurhamnum í Vestmannaeyjum í gær. Allt er á tjá og tundri í herberginu hvers þak hvarf að hluta. Hluti innbúsins hefur verið færður til í húsinu. Þó er ljóst að miklar skemmdir hafa orðið þarna, vatnstjón til viðbótar foktjóni.

<>

Heimild: Rúv.is