Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Góður gangur við uppsteypu meðferðarkjarna

Góður gangur við uppsteypu meðferðarkjarna

142
0
Mynd: NLSH.is

Uppsteypuverkefnið á meðferðarkjarna gengur vel, en aðalverktaki uppsteypuverksins er Eykt hf.

<>

“Helstu verkþættir sem nú eru í gangi við uppsteypuna eru áframhaldandi vinna við mótauppslátt, járnabendingu, jarðskaut, fyllingar og lagnir í grunni.

Allri vinnu við undirstöður og botnplötur í neðri kjallara er lokið. Vinna við undirstöður og botnplötur í efri kjallara er á góðu róli,” segir Eysteinn Einarsson staðarverkfræðingur hjá NLSH.

“Í neðri kjallara er vinna við veggi og súlur langt komin. Vinna við loftaplötur yfir neðri kjallara er ríflega hálfnuð. Vinna við frágang kjallaraveggja, fyllingar að þeim sem og fyllingar inn í rými er í fullum gangi.

Vinna við uppsteypu veggja og súlna efri kjallara er komin vel af stað og mannvirkið þar með farið að teygja sig upp úr grunninum.

Vinna við fyrstu eftirspenntu plötuna er hafin og verður spennt í byrjun apríl og vinna við stálvirki hefst á næstu vikum.

Vinna við tengiganga milli meðferðarkjarna og rannsóknahúss er hafin. Því má segja að hér sé allt á fullum krafti,” segir Eysteinn.

Heimild: NLSH.is