Mosfellsbær óskar eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í útboði vegna gatnagerðar í 5. áfanga Helgafellshverfis.
Helstu verkþættir eru:
Verkið felst í almennri gatnagerð, uppúrtekt og fylling, lagning holræsa kerfis, vatnslagna og hitaveitulagna. Lagning rafstrengja og uppsetning lýsingar. Yfirborðsfrágangur er ekki með í þessu útboði.
Helstu magntölur:
- Uppúrtekt – 36.500 m3
- Losun klappar – 4.300 m3
- Fylling – 33.100 m3
- Fráveitulagnir – 3.900 m
- Vatnsveitulagnir – 1.500 m
- Hitaveitulagnir – 1.600 m
Verkinu er skipt í tvo áfanga með tveimur skiladögum. 1. áfanga skal vera lokið 1. nóvember 2022 og heildarverklok skulu vera 1. júlí 2023.
Útboðsgögn eingöngu afhent rafrænt. Beiðnir um útboðsgögn má senda á netfangið mos@mos.is. Einnig er hægt að hafa samband við þjónustuver Mosfellsbæjar í síma 525-6700. Útboðsgögn verða afhent frá og með kl. 11:00 á miðvikudaginn 13. apríl 2022.
Tilboðum skal skila rafrænt á netfangið mos@mos.is eða í umslagi í þjónustuver Mosfellsbæjar og eigi síðar en kl. 11:00 miðvikudaginn 11. maí 2022. Tilboðin verða opnuð á fjarfundi hálftíma síðar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.