Home Fréttir Í fréttum Bankinn klæddur stuðlabergi

Bankinn klæddur stuðlabergi

417
0
Mynd: mbl.is/sisi

Byrjað er að klæða ný­bygg­ingu Lands­bank­ans í Aust­ur­höfn. Húsið er klætt með ís­lensku blágrýti, stuðlabergi, sem kem­ur úr Hrepp­hóla­námu í Hruna­manna­hreppi.

<>

Það eru Íslensk­ir aðal­verk­tak­ar sem sjá um fullnaðarfrá­gang húss­ins. ÞG verk sá um upp­steypu húss­ins. Stefnt er að því að bank­inn flytji starf­semi sína í nýja húsið fyr­ir árs­lok.

Eins og fram hef­ur komið í frétt­um hef­ur Stjórn­ar­ráðið lýst yfir áhuga á því að kaupa svo­kallað Norður­hús ný­bygg­ing­ar­inn­ar. Viðræður við Stjórn­ar­ráðið um kaup á Norður­húsi standa yfir og ganga vel, að sögn Rún­ars Pálma­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa bank­ans.

„Það er vilji af beggja hálfu til að vinna málið eins hratt og kost­ur er en það ligg­ur ekki fyr­ir á þess­ari stundu hvenær þeim verður lokið,“ seg­ir Rún­ar. Ef kaup­in ganga eft­ir mun vera áformað að ut­an­rík­is­ráðuneytið flytji í húsið.

Heimild: Mbl.is