Home Fréttir Í fréttum Nýr spítali svari ekki þörf fyrir legurými

Nýr spítali svari ekki þörf fyrir legurými

75
0
Búist er við mestri aukningu í öldrunar- og endurhæfingarþjónustu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þörf verður fyr­ir um 50% fleiri rými á Land­spít­ala árið 2040, en áætlað er að verði í boði þegar nýr Land­spít­ali opn­ar á Hring­braut árið 2026.

<>

Þetta kem­ur fram í skýrslu sem ráðgjafa­fyr­ir­tækið McKins­ey vann fyr­ir heil­brigðisráðuneytið, um framtíðarþróun þjón­ustu Land­spít­ala.

Ef ekki er gripið til stór­tækra aðgerða af hálfu Land­spít­ala og heil­brigðis­kerf­is­ins í víðara sam­hengi er því spáð að vinnu­aflsþörf muni aukast um um það bil 36% og kostnaður um u.þ.b. 90%.

Þá lít­ur út fyr­ir að þörf­in fyr­ir rými á Land­spít­ala verði búin að aukast um 80% árið 2040.

Hægt er að grípa til nokk­urra lyk­ilaðgerða til þess að sporna við þessu og seg­ir heil­brigðisráðherra mik­il­vægt að skýrsl­an hafi verið unn­in.

Bæta þarf veru­lega þjón­ustu við eldra fólk. mbl.is/​Eggert

Mest aukn­ing í öldrun­ar- og end­ur­hæf­ing­arþjón­ustu
Far­ald­ur­inn leiddi í ljós ýmsa ágalla á heil­brigðis­kerf­inu og lék þar skort­ur á legu­rým­um stórt hlut­verk.

Sam­kvæmt grunn­spánni er áætlað að nauðsyn­leg­um rým­um fjölgi um 79%, eða úr 624 í 1.120 og staf­ar aukn­ing­in af nú­ver­andi skorti á rým­um (+110 rými), lýðfræðileg­um áhrif­um (+407 rými) og ólýðfræðileg­um áhrif­um (–21 rými).

Í skýrsl­unni er staðhæft að það væri langt um­fram þann fjölda sem nú er fyr­ir­hugaður eft­ir að nýja sjúkra­hús­bygg­ing­in við Hring­braut verður tek­in í notk­un.

Gert er ráð fyr­ir að nauðsyn­leg­um rým­um fjölgi um 79%, eða úr 624 í 1.120. Staf­ar aukn­ing­in af nú­ver­andi skorti á rým­um. Graf/​Skýrsla McKins­ey

Bú­ist er við mestri aukn­ingu í öldrun­ar- og end­ur­hæf­ing­arþjón­ustu (+3,1%) en minnstri í kvenna- og barnaþjón­ustu (+0.0%) og geðþjón­ustu (+0.6%).

Lyk­ilaðgerð að setja kraft í heima­hjúkr­un og end­ur­hæf­ingu
Ákveðnar lyk­ilaðgerðir sem rakt­ar eru í skýrsl­unni eru sagðar geta vegið upp á móti hinni auknu aðfangaþörf Land­spít­ala.

Í því sam­hengi er lagt til að færa lang­tíma- og fyrsta stigs þjón­ustu, sem nú er veitt á Land­spít­ala, yfir í hent­ugra þjón­ustu­um­hverfi. Hefði það í för með sér lægri kostnað og lík­lega betri þjón­ustu­gæði. Þetta gæti mætt um helm­ingn­um af þörf fyr­ir rými á legu­deild­um og kom­um á göngu­deild­ir.

Til þess þyrfti að búa til það sem sam­svar­ar um 240 rým­um í t.d. heima­hjúkr­un­ar-, öldrun­ar- og end­ur­hæf­ing­arþjón­ustu, auk skipu­lagðs átaks til að færa þessa umönn­un­ar- og fyrsta stigs þjón­ustu yfir á þjón­ustu­stofn­an­ir utan Land­spít­ala.

Will­um Þór Þórs­son heil­brigðisráðherra sagði á þing­inu í dag að skýrsl­an hefði ein­mitt verið unn­in til þess að kort­leggja stöðu heil­brigðis­kerf­is­ins. Lagði hann þar nokkra áherslu á fyrr­greind atriði, þ.e. að bæta heima­hjúkr­un og fjölga hjúkr­un­ar­rým­um.

Heimild: Mbl.is