Home Fréttir Í fréttum Sameina fjögur byggingarfyrirtæki í eitt

Sameina fjögur byggingarfyrirtæki í eitt

659
0
Kristján Geir Gunnarsson er nýráðinn framkvæmdastjóri Kamba.

Gler­verk­smiðjan Sam­verk á Hellu, Tré­smiðjan Börk­ur Ak­ur­eyri, Glugga­smiðjan Sel­fossi og Sveina­tunga hafa nú sam­ein­ast und­ir einu nafni, Kamb­ar. Áætluð ár­svelta hins sam­einaða fé­lags er um 2,5 millj­arðar króna og er fé­lagið með starf­semi á fimm stöðum á land­inu.

<>

Þetta kem­ur fram í Morg­un­blaðinu í dag.

Kristján Geir Gunn­ars­son er nýráðinn fram­kvæmda­stjóri sam­einaðs rekstr­ar þess­ara fé­laga. Hann seg­ir að inn­an þess­ara fyr­ir­tækja sé mik­il þekk­ing á ís­lensk­um bygg­ing­ar­markaði sem byggst hafi upp í tugi ára.

„All­ar vör­ur þeirra eru sér­stak­lega þróaðar fyr­ir ís­lensk­ar aðstæður og af­greiðslu­tími er mun skemmri vegna ná­lægðar við markaðinn,“ seg­ir Kristján Geir um sam­ein­ing­una.

„Kamb­ar fram­leiða vör­ur í hæsta gæðaflokki fyr­ir krefj­andi ís­lensk­ar aðstæður. Vör­urn­ar byggj­ast á ís­lensku verklagi og framúrsk­ar­andi hug­viti. Við fram­leiðum um­hverf­i­s­væn­ar vör­ur sem eru til hags­bóta fyr­ir um­hverfið og sam­fé­lagið.

Ég hef sér­stak­lega áhuga á að leiða metnaðarfulla sýn Kamba, sem er að verða um­hverf­i­s­væn­asti fram­leiðandi glugga, glers og hurða í heim­in­um og loka þannig hús­inu á um­hverf­i­s­væn­asta máta sem til er,“ seg­ir Kristján Geir enn­frem­ur.

Heimild: Mbl.is