Home Fréttir Í fréttum Akraneskaupstaður kaupir 10 nýjar íbúðir fyrir fatlað fólk

Akraneskaupstaður kaupir 10 nýjar íbúðir fyrir fatlað fólk

215
0
Mynd: Skagafrettir.is

Akraneskaupstaður mun á næstunni ganga frá samkomulagi um kaup á 10 íbúðum fyrir fatlað fólk. Ein af þessum íbúðum verður nýtt fyrir starfsmenn sem sinna þjónustu við íbúa í hinum 9 íbúðunum.

<>

Bæjarstjórn Akraness samþykkti tillögu þess efnis á fundi sínum í gær en íbúðirnar eru í nýjum fjölbýlishúsum við Þjóðbraut 3 og 5.

Jafnframt var samþykkt að Akraneskaupstaður falli frá því að veita stofnframlag í Brynju Hússjóðs Örykjabandalagsins vegna íbúða að Þjóðbraut 3 og 5 þar sem að stjórn félagsins sér ekki fært að standavið fyrri áform sín.

Kaupverð hverrar íbúðar er 41,5 milljónir kr. eins og sjá má í skýringartexta hér fyrir neðan.

Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni, sem enn á eftir að setja á laggirnar, mun eiga 9 íbúðir og Akraneskaupstaður mun eiga eina af þessum 10 íbúðum.

Heimild: Skagafrettir.is