Home Fréttir Í fréttum 05.04.2022 Gaulverjabæjarvegur (33), Hróarsholtslækur – Birkiland

05.04.2022 Gaulverjabæjarvegur (33), Hróarsholtslækur – Birkiland

329
0
Mynd: sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í endurbyggingu 6 km kafla Gaulverjabæjarvegar (33-01) frá Hróarsholtslæk að Birkilandi.

<>

Helstu magntölur eru:

– Skeringar              4170m³

– Styrktarlag 0/63    6630m³

– Burðarlag 0/22      7120m³

– Tvöföld klæðing    42.200m²

– Frágangur fláa      31.600m²

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. september 2022.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með mánudeginum 21. mars 2022 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 5. apríl 2022.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.