Home Fréttir Í fréttum Fyrsti áfangi hafnarframkvæmda í útboð á næstunni

Fyrsti áfangi hafnarframkvæmda í útboð á næstunni

170
0
Höfnin á Borgarfirði eystri. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Gera má ráð fyr­ir að boðinn verði út fyrsti áfangi fram­kvæmda á höfn­inni á Borg­ar­f­irði eystri á næst­unni. Til stend­ur að dýpka inn­sigl­ing­una og fjar­lægja Sýslu­manns­boða, að því er fram kem­ur í fund­ar­gerð heima­stjórn­ar Borg­ar­f­jarðar sem birt er á vef Múlaþings.

<>

Fram kem­ur að full­trú­ar sigl­inga­sviðs Vega­gerðar­inn­ar hafi í síðustu viku fundað með heima­stjórn­ar­mönn­um og kynnt fyr­ir þeim fyr­ir­hugaðar fram­kvæmd­ir.

Hug­mynd­ir eru uppi um að koma fyr­ir nýrri lönd­un­araðstöðu til móts við Hafn­ar­húsið í fram­haldi af fyrsta áfanga fram­kvæmd­anna. Lagt er til að stytta nú­ver­andi lönd­un­ar­bryggju svo auka megi viðlegupláss.

Á fund­in­um var einnig rætt um hugs­an­lega leng­ingu Skarfa­skers­garðs og virðist hún vera „óþörf“ og gæti komið til þess að öðrum verkþátt­um fram­kvæmd­anna verði for­gangsraðað framyf­ir leng­ing­una.

Aukn­ar sjóvarn­ir

Full­trú­ar Vega­gerðar­inn­ar kynntu einnig fyr­ir­hugaðar fram­kvæmd­ir við sjóvarn­ir á svæðinu í Njarðvík, fyr­ir neðan Blá­björg og í höfn­inni.

Tölu­verðar skemmd­ir urðu á svæðinu í óveðri sem gekk yfir Aust­ur­land í janú­ar. Þá losnuðu sjóvarn­ir, kam­ar fór í sjó­inn, klæðning í höfn­inni rifnaði og bát­ar losnuðu frá bryggju.

Heimild: Mbl.is