Home Fréttir Í fréttum Ert þú að bjóða myglunni heim?

Ert þú að bjóða myglunni heim?

118
0

Óþarfi er að breyta lögum og reglugerðum vegna myglusvepps í húsnæði að mati starfshóps Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Stunda þurfi virkt eftirlit en algeng orsök myglu séu mistök við byggingu og skortur á viðhaldi. Byggingaverkfræðingur segir íslenska útvegginn svokallaða ýta undir vandann og fólk bjóði jafnvel myglunni heim.
Á ráðstefnunni Betri byggingar – bætt heilsa voru kynntar niðurstöður starfshóps um endurskoðun laga og reglugerða með tilliti til myglusvepps í húsnæði. Í skýrslunni kemur fram að árið 2013 hafi 500 sinnum verið leitað til heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga vegna myglu í íbúðarhúsnæði.

<>

Oftast bárust kvartanir frá leigjendum en í skýrslunni segir að staða þeirra geti verið erfið þar sem leigusalar séu misviljugir til að gera úrbætur. Þá geri þung staða á leigumarkaði fólki erfitt fyrir að skipta um húsnæði.

Að mati hópsins eru byggingarreglugerðir og reglur varðandi eftirlit fullnægjandi. Áréttað er að mikilvægt sé að öflugt eftirlit sé til staðar þar sem í mörgum tilvikum sé ástæðan fyrir raka- og mygluvandamálum í húsnæði röng eða óvönduð vinnubrögð.

Þá nefnir hópurinn að ástæða sé að horfa til Danmerkur varðandi reglusetningu um sérstaka tryggingavernd í eigendaskiptatryggingu sem taki til raka og myglusvepps. Hvort slík reglusetning sé hagkvæm hér með aukna neytendavernd í huga.

Ríkharðir Kristjánsson flutti erindi á ráðstefnunni og ræddi meðal annars íslenska útvegginn svokallaða. Sem einangraður er innan frá og slíkt þekkist ekki annarsstaðar.

„Hann hefur vissa galla. Hann er með kuldabrýr út um allt. Hann dregst saman að vetrarlagi, þvingast saman, þá er þetta eins og fara í peysusem er of þröng. Hún rifnar á saumunum. Maður getur keyrt um ný hverfi og þá sér maður allstaðar spurngur í þessum veggjum. Legar, stórir hlutar af lekum upp í Breiðholti og víðar vegna þess að menn tóku ekki tilliti til þessa.“

En Ríkharður segir ekki bara slæmum vinnubrögðum um að kenna. Hann segir rakatæki til dæmis geta hvatt til myglu.

„Þú ert með rakt inni hjá þér eða þú hengir upp þvott út um allt eða þú eldar í opnu eldhúsi. Þá er alveg öruggt að það eins og rigni af útveggjunum og þú býður myglunni heim.“

Heimild: Rúv.is