Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Kaup á led-lömpum fyrir götulýsingu í Garðabæ

Opnun útboðs: Kaup á led-lömpum fyrir götulýsingu í Garðabæ

205
0
Mynd: Byggingar.is

Úr fundargerð Bæjarráðs Garðabæjar þann 01.03.2022

<>

Opnun tilboða í kaup á led-lömpum fyrir götulýsingu
Eftirfarandi tilboð bárust í opnun tilboða í kaup á led-lömpum fyrir götulýsingu.

Í töflu hér fyrir neðan hafa tilboðsverð verið leiðrétt m.t.t. afls í lýsingarútreikningum og uppgefins líftíma. Um er að ræða útreikning á lífsferilskostnaðarreikni (LCC).

Þá hefur LCC kostnaður einnig verið leiðréttur miðað við miðgengi Seðlabanka á opnunardegi tilboða.

Formkröfur, lýsingarútreikningar og tæknilegir eiginleikar hafa einnig verið sannreyndir hjá stigahæsta bjóðanda og stenst hann kröfur útboðsgagna.

Reykjafell ehf.                                     kr. 125.193.451,00
Rafkaup hf.                                         kr. 139.464.024,00
Jóhann Ólafsson & Co ehf.                    kr. 110.548.538,57
Ískraft – Tilboð 1                                 kr. 155.180.850,69
Ískraft – Tilboð 2                                 kr. 152.972.389,00
Ískraft – Tilboð 3                                 kr. 139.233.754,00
Fagkaup ehf. – Johan Rönning ehf         kr. 103.440.242,38
Fagkaup ehf. – S. Guðjónsson ehf.        kr. 119.274.045,65
Rafmagnsþjónustan ehf.                      kr. 126.154.881,70

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Fagkaups ehf. og Johan Rönning ehf. sem er hagkvæmasta tilboðið samkvæmt LCC útreikningi.

Samþykktin er með fyrirvara um að um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og er bæjarverkfræðingi falin afgreiðsla málsins.