Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir við Njarðvíkurskóla 82% fram úr áætlun

Framkvæmdir við Njarðvíkurskóla 82% fram úr áætlun

236
0
Mynd: Vf.is

Framkvæmdir við Njarðvíkurskóla sumarið 2021 fóru 82% fram úr kostnaðaráætlun en Ístak var með lægsta tilboðið fyrir 102,4 milljónir króna. Lokauppgjör var hins vegar 186 milljónir króna.

<>

Bæði meirihluti og minnihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar bókuðu um málið á síðasta bæjarstjórnarfundi. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs, útskýrði framúrkeyrsluna en í bókuninni sem hann flutti segir að bæjarstjórn ítreki mikilvægi þess að starfsmenn upplýsi tafarlaust þegar upp komi frávik frá áður samþykktri fjárhagsáætlun.

Margrét Sanders, oddviti sjálfstæðismanna, sagði í bókun að snemma í ferlinu hafi verið ljóst að framkvæmdin yrði umfangsmeiri og þar af leiðandi kostnaðarsamari. Þrátt fyrir það hafi aldrei verið lögð fram kostnaðaráætlun til samþykkis.

„Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að þegar í ljós koma vankantar í framkvæmdum á vegum bæjarins sé staldrað við og umfang sem og áætlun verksins endurmetið og fari síðan í formlegt samþykki, þannig að hægt sé að veita aðhald í framkvæmdum,“ segir m.a. í bókuninni.

Meðal atriða sem þurfti að laga umfram upphaflega áætlun var lagfæring á ónýtu loftræstikerfi, rakaskemmdir voru verulegar, laga þurfti starfsmannaaðstöðu og þá stóðust burðarvirki og brunarvarnir ekki kröfur.

Heimild: Vf.is