Framkvæmdum við þverun Þorskafjarðar miðar vel áfram. Vegagerðin samdi við Suðurverk hf um verkið sem er nýbygging Vestfjarðavegar á um 2,7 km kafla yfir Þorskafjörð.
Innifalið í verkinu er bygging 260 m langrar steyptar brúar á Þorskafjörð. Tilboð Suðurverks var kr. 2.236.614.223 sem er 7,6% yfir kostnaðaráætlun.
Verkinu á að vera að fullu lokið 30. júní 2024.

Í brúna fara 3.900 rúmmetrar af steypu og 214 tonn af járnalögn. Grjótvörn er 36.700 rúmmetrar og bergskeringnarnar 171.500 rúmmetrar. Fylling er áætluð 350.000 rúmmetrar.
Heimild: BB.is