Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Þverun Þorskafjarðar: framkvæmdum miðar vel

Þverun Þorskafjarðar: framkvæmdum miðar vel

277
0
Mynd: Eggert Stefánsson

Framkvæmdum við þverun Þorskafjarðar miðar vel áfram. Vegagerðin samdi við Suðurverk hf um verkið sem er nýbygging Vestfjarðavegar á um 2,7 km kafla yfir Þorskafjörð.

<>

Innifalið í verkinu er bygging 260 m langrar steyptar brúar á Þorskafjörð. Tilboð Suðurverks var kr. 2.236.614.223 sem er 7,6% yfir kostnaðaráætlun.

Verkinu á að vera að fullu lokið 30. júní 2024.

Myndin var tekin um síðustu helgi. Mynd: Eggert Stefánsson

Í brúna fara 3.900 rúmmetrar af steypu og 214 tonn af járnalögn. Grjótvörn er 36.700 rúmmetrar og bergskeringnarnar 171.500 rúmmetrar. Fylling er áætluð 350.000 rúmmetrar.

Heimild: BB.is