Home Fréttir Í fréttum Bensínstöð víkur fyrir verslun í Norðlingaholti

Bensínstöð víkur fyrir verslun í Norðlingaholti

191
0
Bensínstöð N1 í Norðlingaholti mun víkja fyrir nýrri Krónuverslun. Stefnt er að hefja framkvæmdir á næsta ári. mbl.is/Árni Sæberg

Á næsta ári áform­ar Festi hf., móður­fé­lag N1 og Krón­unn­ar og Elko, að loka eldsneyt­is­stöð N1 í Norðlinga­holti og hefja bygg­ingu á nýrri Krónu­versl­un í Norðlinga­holti. Sam­hliða þessu verður einnig eldsneyt­is­stöð N1 við Stóra­gerði lokað.

<>

Þetta seg­ir Eggert Þór Kristó­fers­son, for­stjóri Fest­is, í sam­tali við mbl.is. Hann seg­ir jafn­framt að N1 á Hring­braut sé ekki á leið í burtu þrátt fyr­ir að stöðin sé ekki í framtíðaráform­um borg­ar­yf­ir­valda.

5,5 millj­arðar í fjár­fest­ing­ar á ár­inu

Á þessu ári vinn­ur Krón­an að því að byggja upp nýj­ar versl­an­ir í Skeif­unni, Borg­ar­túni og á Ak­ur­eyri. Eggert seg­ir að heild­ar­fjárfest­ing fé­lags­ins á þessu ári sé áætluð um 5,5 millj­arðar. Það sé nokkuð há upp­hæð, en þar spili mikið inn í að 1,5 millj­arðar muni fara í upp­bygg­ing­una á Ak­ur­eyri á þessu ári.

Þá stefni fé­lagið einnig á að byggja dekkja­verk­stæði á Suður­nesj­um á svo­kölluðum Flug­völl­um, stutt frá þar sem nýja slökkvistöðin er. Þá séu fyrr­nefnd­ar fram­kvæmd­ir í Skeif­unni og Borg­ar­túni einnig í vinnslu.

„Þetta er óvenju stórt ár í fjár­fest­ing­um,“ seg­ir hann. Venju­lega horfi fé­lagið til þess að um tveir millj­arðar fari í viðhalds­verk­efni ým­is­kon­ar, en nú fari til viðbót­ar við það rúm­lega 3 millj­arðar í ný­fjár­fest­ing­ar.

Þurfa upp­færslu á 5-7 ára fresti

Í fjár­fest­inga­kynn­ing­unni kem­ur fram að á fimm ára plani fé­lags­ins sé að end­ur­nýja stór­an hluta versl­an­anna. Spurður út í þetta atriði seg­ir Eggert að með Festi sé með rúllandi plan um end­ur­nýj­un og viðhald versl­ana og reynsl­an sýni að stór­ar búðir þurfi að fara í gegn­um upp­færslu á 5-7 ára fresti og flest­ar búðir í raun á um fimm ára fresti. „Það er t.d. mjög lík­legt að Lind­ir þurfi upp­færslu á næstu þrem­ur árum, bæði með inn­rétt­ing­ar og lýs­ing­ar,“ seg­ir Eggert

Eggert Þór Kristó­fers­son, for­stjóri Festi

Eggert seg­ir að framund­an hjá Krón­unni séu tals­verðar breyt­ing­ar um­fram fjölda versl­ana. Þannig sé í gangi inn­leiðing á svo­kölluðu skannað og skundað (e. scan and go) kerfi sem er þegar komið í gagnið í nokkr­um versl­un­um. Áformað er að klára þá inn­leiðingu fyr­ir lok árs­ins, en með því not­ast viðskipta­vin­ir við eig­in síma og skanna vör­urn­ar jafn óðum og þeir setja þær í körf­una og losna þar með við af­greiðslu­kass­ana.

Taka til í vöru­fram­boðinu

Þá seg­ir Eggert einnig að unnið sé áfram að breyt­ing­um á vöru­fram­boði út frá stefnu sem mörkuð var fyr­ir tveim­ur árum. „Við höf­um verið að taka til í vöru­fram­boðinu,“ seg­ir hann og bæt­ir við að oft fjölgi mikið vör­um og birgj­um í gegn­um tím­ann og þá komi að því að taka þurfi til og bakka úr ákveðnum viðskipta­sam­bönd­um.

Seg­ir hann að hug­mynd­in þar sé að fækka snerti­flöt­um við birgja og ná þannig hag­stæðara verði. Í grunn­inn gangi það út á að vera með færri en stærri aðal­birgja.

Eins og fjallað hef­ur verið um að und­an­förnu stefn­ir Festi á næst­unni á að þróa íbúðabygg­ingu á bens­ín­stöðvareit N1 við Ægissíðu. Spurður um frek­ari breyt­ing­ar á lóðum fé­lags­ins eða upp­bygg­ingu fleiri versl­ana seg­ir Eggert að sam­hliða því að leggja bens­ínafgreiðslu af á Ægissíðu verði eldsneyt­is­stöðvar flutt­ar á Granda, þar sem Krón­an og Elko eru núna með versl­an­ir. Seg­ir hann að stefnt sé að því að klára þá vinnu á þessu ári.

Ætla að byggja Krónu­versl­un í Norðlinga­holti á næsta ári

„Á næsta ári á svo að loka Stóra­gerði og byggja Krónu­búð í Norðlinga­holti þar sem dæl­ur N1 eru núna,“ seg­ir Eggert jafn­framt. Seg­ir hann að vinn­an við upp­bygg­ingu í Norðlinga­holti muni hefjast á næsta ári, eða beint í kjöl­farið á því að upp­bygg­ing­in á Ak­ur­eyri klárist.

Meðal stærstu bens­ín­stöðvalóða á höfuðborg­ar­svæðinu er lóð N1 við Hring­braut. Í fyrra kynnti Reykja­vík­ur­borg heild­stæða áætl­un um fækk­un bens­ín­stöðva í Reykja­vík, en meðal þeirra bens­ín­stöðva sem ekki eru í framtíðar­skipu­lagi borg­ar­inn­ar er um­rædd bens­ín­stöð. Morg­un­blaðið fjallaði meðal ann­ars um reit­inn árið 2019 og kom þá fram að lóðal­eigu­samn­ing­ur­inn rynni út 31. des­em­ber 2016, en að fram­lengja mætti hann til 1. Janú­ar 2022. Borg­in gerði hins veg­ar ekki ráð fyr­ir að fram­lengja hann um­fram það.

Ekki að fara af Hring­braut

Spurður um áform með þann reit seg­ir Eggert að þegar Esso hafi á sín­um tíma flutt af Hörpureitn­um á Hring­braut hafi sam­komu­lagið falið í sér að fé­lagið færi ekki nema Land­spít­al­inn myndi nota lóðina. Nú væri það ekki áformað. „Við erum ekk­ert að fara þaðan,“ seg­ir hann.

Elko færi sig yfir í viðgerðir og aðra þjón­ustu

Í kynn­ing­unni er farið yfir hvernig áhersl­ur Elko hafi verið und­an­far­in ár og meðal ann­ars sagt að á síðasta ári hafi það verið á mannauð. Á þessu ári sé hins veg­ar fókusað á „af­ter­sa­les“. Spurður út í þetta atriði seg­ir Eggert að þarna sé verið að und­ir­byggja bæði tækni og vöru­fram­boð, en aðallega verið að horfa til þess að færa Elko frá því að vera nær ein­göngu söluaðili yfir í að þjón­usta viðskipta­vini með vör­ur sem hafi verið keypt­ar hjá fyr­ir­tæk­inu. Það eigi við um bæði viðgerðir og aðra þjón­ustu. Seg­ir hann þetta byggt á sömu hug­mynda­fræði og hjá El­kjöp í Nor­egi, en það er eig­andi sér­leyf­is­ins sem Elko.

Heimild: Mbl.is