Home Fréttir Í fréttum Verk og vit haldin í fimmta sinn í mars

Verk og vit haldin í fimmta sinn í mars

90
0
Sýningin Verk og vit verður haldin í fimmta sinn dagana 24.-27. mars. Ljósmynd/Aðsend

Stór­sýn­ing­in Verk og vit verður hald­in í fimmta sinn dag­ana 24.-27. mars í Íþrótta- og sýn­ing­ar­höll­inni í Laug­ar­dal. Rúm­lega hundrað sýn­end­ur munu þar kynna starf­semi sína, nýj­ung­ar, vör­ur og þjón­ustu.

<>

„Sýn­ing­in Verk og vit hef­ur sannað sig sem mik­il­væg­ur vett­vang­ur fyr­ir aðila í bygg­inga- og mann­virkja­geir­an­um til að hitt­ast, styrkja viðskipta­sam­bönd og afla nýrra, kynna vör­ur og þjón­ustu og nýj­ung­ar, ásamt því að ræða mál­in, sem meðal ann­ars skýr­ir þessa góðu þátt­töku,“ er haft eft­ir Áslaugu Páls­dótt­ur fram­kvæmda­stjóra sýn­ing­ar­inn­ar í til­kynn­ingu.

„Nú er góður tími fyr­ir fyr­ir­tæki að sækja fram, þétta raðirn­ar og setj­ast niður með nú­ver­andi og nýj­um viðskipta­vin­um og eiga sam­tal um verk­efn­in sem framund­an eru. Til þess er sýn­ing­in Verk og vit frá­bær vett­vang­ur.“

Miðasala haf­in

Sýn­ing­in er ætluð fagaðilum á sviði bygg­ing­ariðnaðar, skipu­lags­mála og mann­virkja­gerðar. Meðal sýn­enda eru bygg­inga­verk­tak­ar, verk­fræðistof­ur, skól­ar, fjár­mála­fyr­ir­tæki, ráðgjafa- og hug­búnaðarfyr­ir­tæki, sveit­ar­fé­lög og tækjaleig­ur svo eitt­hvað sé nefnt.

Þá gefst al­menn­ingi og nem­end­um kost­ur á að kynna sér at­vinnu­grein­arn­ar. Miðasala fyr­ir fagaðila og aðra gesti er þegar haf­in á verkog­vit.is og tix.is.

Fram­kvæmd­araðili sýn­ing­ar­inn­ar er AP al­manna­tengsl en sam­starfsaðilar eru há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðuneytið, Reykja­vík­ur­borg, Sam­tök iðnaðar­ins, BYKO og Lands­bank­inn.

Sýn­ing­in verður opin fagaðilum á fimmtu­dag og föstu­dag og er al­menn­ing­ur vel­kom­inn á laug­ar­dag og sunnu­dag.