Vegagerðin og Garðabær óska eftir tilboðum í eftirlit og ráðgjöf með með framkvæmdum við undirgöng á Arnarneshæð.
Verkið fellst í gerð undirganga fyrir gangandi og hjólandi umferð undir Arnarnesveg við vestanverð gatnamótin við Hafnarfjarðarveg. Einnig gerð stíga, trappa og stoðveggja í tengslum við undirgöngin ásamt lýsingu og hljóðveggjum.
Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfismats og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfi bjóðanda og verðtilboð.
Verklok framkvæmdarinnar eru áætluð 31. nóvember 2022.
Útboðsgögn eru aðgengileg og afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginu 14. febrúar 2022 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 1. mars 2022.
Ekki verður haldnir sérstakir opnunarfundir en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu. Þriðjudaginn 8. mars 2022 verður bjóðendum tilkynnt stigagjöf í hæfnisvali og verðtilboð hæfra bjóðenda.
Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.