Home Fréttir Í fréttum Tvöfalda fiskeldi Samherja í Öxarfirði

Tvöfalda fiskeldi Samherja í Öxarfirði

76
0
Mynd: Sölvi Andrason / RÚV
Til stendur að tvöfalda framleiðslugetu fiskeldisstöðvar Samherja í Öxarfirði. Framkvæmdir er farnar af stað og er áætlað að verkið kosti hátt í tvo milljarða.

„Framleiða mest af lax í heimi, uppi á landi“

Útgerðarfélagið Samherji hefur stór áform um uppbyggingu í fiskeldi á landi. Ber þar að nefna fjörutíu þúsund tonna landeldi á laxi á Reykjanesi sem fyrirhugað er að koma í gagnið á næstu árum.

<>

Fyrirtækið hefur lengi átt Silfurstjörnuna í Öxarfirði og nú er komið að því að stækka hana. Arnar Freyr Jónsson rekstrarstjóri er spenntur fyrir framhaldinu. „Við tókum hérna fyrstu skóflustunguna í síðustu viku, hérna á svæðinu fyrir aftan okkar.

Þar snýst málið um það að hér um bil tvöfalda eldisstöð hérna sem að er í dag líklega að framleiða mest af lax í heimi, uppi á landi, um 1600 tonn á ári. Það á að fara í þrjú þúsund tonn og erum komnir með leyfi fyrir því,“ segir Arnar.

Tvöfalt stærri ker

Fyrsta skóflustungan var tekin í lok janúar og eru framkvæmdir þegar farnar af stað. Nýju kerin eru fimm og verða öll utandyra en þau eru engin smá smíði. „Við stöndum hérna við ker sem eru tvö þúsund rúmmetra ker og við byggðum þau 2017 og það hefur svosem gengið ágætlega. En við höfum hug á því að fara í ennþá stærri, helmingi stærri sem eru þá fjögur þúsund og það eru bara fáir sem hafa farið í svona stór ker með lax.“

Þurfa fleira fólk

Með aukinni framleiðslu þarf fleiri hendur, eitthvað sem gæti reynst flókið. „Við erum með 28 á launaskrá í dag og erum á svæði sem er svo sem ekkert auðvelt að manna, þetta er svolítið úr alfaraleið en það hefur gengið vel hingað til. Við sjáum fyrir okkur að við þurfum að fjölga um þónokkra en ekki tvöfalda. Við naum stærðarhagkvæmni fram með þessari framkvæmd.“

Mynd: Sölvi Andrason – RÚV

Heimild: Ruv.is