Home Fréttir Í fréttum Tveir nýir fram­kvæmd­a­stjór­ar til Fram­kvæmd­a­sýsl­unn­ar

Tveir nýir fram­kvæmd­a­stjór­ar til Fram­kvæmd­a­sýsl­unn­ar

334
0
Á myndinni eru frá vinstri til hægri: Sigurður Arnar Jónsson, framkvæmdastjóri eigna og aðstöðustýringar, Guðmundur Arason, framkvæmdastjóri leiguþjónustu, Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri, Þröstur Söring, framkvæmdastjóri þróunar og framkvæmda, og Sólrún Jóna Böðvarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála og stafrænna innviða.

Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir hefur ráðið tvo nýja framkvæmdastjóra og er framkvæmdastjórnin nú fullmönnuð.

<>

Guðmundur Arason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Leiguþjónustu FSRE.

Guðmundur hefur frá árinu 2017 starfað sem stjórnendaráðgjafi og sinnt ráðgjöf hjá fjölda fyrirtækja í stefnumótun og endurskipulagningu rekstrar. Guðmundur hefur umfangsmikla og farsæla stjórnunarreynslu en frá 2010 til 2017 starfaði Guðmundur sem forstjóri Securitas og kom að hagræðingaraðgerðum, uppbyggingu og aukinni markaðssókn fyrirtækisins. Guðmundur er með cand. oecon gráðu með áherslu á fjármál frá Háskóla Íslands.

Hlutverk Leiguþjónustu FSRE er að tryggja vandaða og hentuga aðstöðu fyrir ýmsa þjónustu ríkisins og hámarka þannig ánægju notenda aðstöðu. Samhliða keppir sviðið að því að auka samlegð og samnýtingu húsnæðis til að lágmarka aðstöðukostnað ríkisins.

Sviðið skiptist í Leigutorg, sem heldur utan um leigusamninga og Viðhalds- og aðstöðuþjónustu, sem hefur umsjón með daglegum rekstri og viðhaldi húsnæðis, aðstöðu og tæknikerfa í umsjá FSRE. Stofnunin fer með rekstur um 530 þúsund fermetra húsnæðis. Er þar meðal annars um að ræða húsnæði heilbrigðisstofnana, mennta- og menningarstofnana, löggæsluaðila og skrifstofuhúsnæði ríkisaðila.

Sigurður Arnar Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Eigna- og aðstöðustýringar FSRE.

Sigurður starfaði sem forstjóri Motus (Intrum Justitia) frá 1997-2021 og tók þátt í að byggja fyrirtækið upp frá grunni. Á þeirri vegferð tók Motus m.a. yfir 25-30 smærri einingar samhliða því að byggja upp net útibúa á Íslandi, í Færeyjum og í Kanada. Sigurður er með cand. oecon gráðu í endurskoðun og reikningsskilum frá Háskóla Íslands en hann er auk þess löggiltur verðbréfamiðlari, löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali og löggiltur leigumiðlari.

Hlutverk Eigna- og aðstöðustýringar FSRE er að hámarka ávinning af eignum FSRE með skilvirkri nýtingu, lækkum heildarkostnaðar og minnkun umhverfisáhrifa eignasafnsins, samhliða því að auka gæði safnsins. Í safninu eru 530 þúsund fermetrar húsnæðis, um 300 jarðir auk náttúruauðlinda.

Heimild: Frettabladid.is